Enski boltinn

Rodgers: Með réttu leikmönnunum get ég barist um titilinn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Það er þungt yfir Rodgers þessa dagana.
Það er þungt yfir Rodgers þessa dagana. Vísir/Getty
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, segist geta barist um alla þá titla sem eru í boði hafi hann réttu leikmennina innanborðs.

Mikil pressa er á Rodgers þessa dagana en naumur 3-2 sigur liðsins á Aston Villa á heimavelli um helgina var fyrsti sigur Liverpool í síðustu sjö leikjum. Hefur liðinu ekki tekist að fylgja eftir góðri byrjun á tímabilinu.

Rodgers vill meina að gengi liðsins undir stjórn hans fyrir tveimur árum þegar Liverpool var hársbreidd frá því að verða enskur meistari sanni að hann sé rétti maðurinn í starfið.

„Ég er sami maðurinn og stýrði þessu liði næstum því til sigur í ensku deildinni. Án þess að vera hrokafullur held ég að ferill minn sýni að ef ég hafi réttu leikmennina get ég barist um efstu sætin í deildinni,“ sagði Rodgers og bætti við:

„Þegar ég kom inn var liðið í 8. sæti en okkur tókst að byggja upp lið sem vakti athygli út um alla Evrópu og hefði átt að verða enskur meistari. Allt það góða sem ég hef gert virðist vera gleymt sem er sorglegt. Það virðist allt snúast um að koma mér í burtu frá félaginu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×