Obama á allsherjarþinginu: Bandaríkjastjórn getur starfað með Rússum og Írönum Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2015 14:56 Í ræðu sinni kom Obama inn á innlimun Rússa á Krímskaga. Vísir/EPA Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin séu reiðubúin að vinna með hvaða ríki sem er til að binda megi enda á stríðsástandið í Sýrlandi. Forsetinn nefndi Rússland og Íran sérstaklega í þeim efnum en lagði jafnframt áherslu á að ekki væri hægt að snúa aftur til þess ástands sem ríkti í Sýrlandi fyrir borgarastyrjöldina. Obama flutti ræðu sína á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þar sem hann byrjaði á því að minnast þess að sjötíu ár væru nú liðin frá stofnun Sameinuðu þjóðanna. Rétt væri að minnast alls þess sem Sameinuðu þjóðirnar hafi náð fram, svo sem stuðningur við öflug lýðræðisríki og alþjóðaskipunar sem viðurkennir að allir menn séu jafnir. Í ræðu sinni kom Obama inn á innlimun Rússa á Krímskaga og sagði Bandaríkjamenn ekki hafa mikla hagsmuni að gæta á því landsvæði. „Við getum hins vegar ekki staðið hjá þegar svo augljóslega er brotið á fullveldi ríkis. Kemur þetta fyrir fullvalda ríki eins og Úkraínu, getur það komið yfir hvaða ríki sem er.“ Obama sagði viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar og fleiri ríkja á hendur Rússum ekki sýna fram á vilja til að snúa aftur til kalds stríðs, þrátt fyrir orð rússneskra fjölmiðla um slíkt. Forsetinn spurði áherendur hvað hafi líka gerst í kjölfar innlimunarinnar. „Fleiri Úkraínumenn vilja snúa sér að Evrópu, menntaðir Rússar yfirgefa landið. [...] Það hefði verið miklu betra ef Rússar hefðu unnið með alþjóðasamfélaginu og Úkraínu, í stað þess að bregðast við einhliða.“ Varðandi kjarnorkusamkomulagið sem náðist við Íran sagði Obama það skýrt dæmi um það þegar alþjóðakerfið virkar eins og það eigi að virka. Tengdar fréttir Ban Ki-Moon: Samstarf fimm ríkja nauðsynlegt vegna stríðsástandsins í Sýrlandi Framkvæmdastjórinn lét orðin falla í ræðu sinni á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. 28. september 2015 13:45 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin séu reiðubúin að vinna með hvaða ríki sem er til að binda megi enda á stríðsástandið í Sýrlandi. Forsetinn nefndi Rússland og Íran sérstaklega í þeim efnum en lagði jafnframt áherslu á að ekki væri hægt að snúa aftur til þess ástands sem ríkti í Sýrlandi fyrir borgarastyrjöldina. Obama flutti ræðu sína á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þar sem hann byrjaði á því að minnast þess að sjötíu ár væru nú liðin frá stofnun Sameinuðu þjóðanna. Rétt væri að minnast alls þess sem Sameinuðu þjóðirnar hafi náð fram, svo sem stuðningur við öflug lýðræðisríki og alþjóðaskipunar sem viðurkennir að allir menn séu jafnir. Í ræðu sinni kom Obama inn á innlimun Rússa á Krímskaga og sagði Bandaríkjamenn ekki hafa mikla hagsmuni að gæta á því landsvæði. „Við getum hins vegar ekki staðið hjá þegar svo augljóslega er brotið á fullveldi ríkis. Kemur þetta fyrir fullvalda ríki eins og Úkraínu, getur það komið yfir hvaða ríki sem er.“ Obama sagði viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar og fleiri ríkja á hendur Rússum ekki sýna fram á vilja til að snúa aftur til kalds stríðs, þrátt fyrir orð rússneskra fjölmiðla um slíkt. Forsetinn spurði áherendur hvað hafi líka gerst í kjölfar innlimunarinnar. „Fleiri Úkraínumenn vilja snúa sér að Evrópu, menntaðir Rússar yfirgefa landið. [...] Það hefði verið miklu betra ef Rússar hefðu unnið með alþjóðasamfélaginu og Úkraínu, í stað þess að bregðast við einhliða.“ Varðandi kjarnorkusamkomulagið sem náðist við Íran sagði Obama það skýrt dæmi um það þegar alþjóðakerfið virkar eins og það eigi að virka.
Tengdar fréttir Ban Ki-Moon: Samstarf fimm ríkja nauðsynlegt vegna stríðsástandsins í Sýrlandi Framkvæmdastjórinn lét orðin falla í ræðu sinni á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. 28. september 2015 13:45 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Ban Ki-Moon: Samstarf fimm ríkja nauðsynlegt vegna stríðsástandsins í Sýrlandi Framkvæmdastjórinn lét orðin falla í ræðu sinni á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. 28. september 2015 13:45