Erlent

Forseti Írans vill rannsókn á atburðunum í Mekka

Bjarki Ármannsson skrifar
Hassan Rúhaní, forseti Írans.
Hassan Rúhaní, forseti Írans. Vísir/Getty
Hassan Rúhaní, forseti Írans, hefur kallað eftir rannsókn á hörmungunum sem áttu sér stað í sádí-arabísku borginni Mekka á fimmtudag. Þar létu hátt í átta hundruð pílagrímar lífið í troðningi við Jamarat-súlurnar þekktu.

Íran er eitt fjölmargra ríkja sem gagnrýnt hafa yfirvöld í Sádi-Arabíu fyrir óviðunandi öryggisgæslu á svæðinu en rúmlega 130 Íranar létu lífið í troðningnum.

Sádi-arabísk stjórnvöld halda því hins vegar fram að pílagrímarnir hafi ekki fylgt fyrirmælum og að ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir ósköpin. Salmann konungur hefur þó einnig farið fram á að öryggisgæslan verði rannsökuð.

Annað stórslys átti sér stað í Mekka fyrir tveimur vikum, en þá féll byggingarkrani á mannfjöldann við Stóru moskuna með þeim afleiðingum að 109 létu lífið. 


Tengdar fréttir

Konungurinn fer fram á öryggisúttekt

Konungur Sádí Arabíu hefur farið fram á að gerð verði öryggisúttekt á Hajj, trúarhátíð múslima í Mekka, þar sem að minnsta kosti 717 pílagrímar létu lífið í troðningi í dag.

Athöfnin í Mekka heldur áfram

Íran hefur gagnrýnt Sáda harðlega eftir að 717 pílagrímar létu lífið í troðningi í Mekka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×