Erlent

Aukið fé til þýsku sambandsríkjanna vegna flóttamanna

Atli Ísleifsson skrifar
Um hálf milljón flóttafólks hafa komið til Evrópu það sem af er ári, fyrst og fremst frá stríðshrjáðum löndum í Miðausturlöndum og Norður-Afríku.
Um hálf milljón flóttafólks hafa komið til Evrópu það sem af er ári, fyrst og fremst frá stríðshrjáðum löndum í Miðausturlöndum og Norður-Afríku. Vísir/AFP
Þýska ríkisstjórnin hefur heitið því að veita aukið fé til þýsku sambandsríkjanna vegna aukins straums flóttamanna til landsins.

Í frétt BBC kemur fram að fjórum milljörðum evra, um 570 milljörðum króna, verði veitt til sambandsríkjanna vegna málsins. Er það tvöföldun frá fyrra ári. Þar að auki munu sambandsríkin fá 679 evrur mánaðarlega, um 96 þúsund krónur, fyrir hvern þann flóttamann sem fær hæli.

Angela Merkel Þýskalandskanslari greindi frá þessu eftir að hafa rætt við alla sextán ríkisstjóra sambandsríkjanna í gær.

Merkel sagði að Albanía, Kósóvó og Svartfjallaland yrðu flokkuð sem „örugg upprunalönd“ til að draga mætti úr straumi flóttafólks til Þýskalands.

Um hálf milljón flóttafólks hafa komið til Evrópu það sem af er ári, fyrst og fremst frá stríðshrjáðum löndum í Miðausturlöndum og Norður-Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×