Ráðherra vildi lögfesta frelsi presta til að synja samkynja pörum um giftingu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 25. september 2015 07:00 Ólöf Nordal innanríkisráðherra Ólöf Nordal innanríkisráðherra vildi festa það í lög að prestum yrði aldrei skylt að framkvæma hjónavígslu gegn trúarlegri sannfæringu sinni. Hún og Birgir Ármannsson lögðu fram breytingatillögu á hjúskaparlögum í minnihluta í allsherjarnefnd 2009-2010. Í nefndaráliti Ólafar og Birgis kom eftirfarandi fram: „Til þess að taka af öll tvímæli í þessum efnum og undirstrika að engum vígslumönnum trúfélaga verði gert skylt að framkvæma athafnir sem brjóta í bága við trúarsannfæringu þeirra leggur minnihlutinn til að 22. gr. hjúskaparlaga verði breytt þannig að ótvírætt komi fram að prestum og öðrum vígslumönnum trúfélaga sé ávallt heimilt en aldrei skylt að framkvæma hjónavígslu ef það stríðir gegn trúarlegri sannfæringu þeirra.“ Ólöf svaraði í gær fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur þingmanni VG um þjónustu presta og mismunun á grundvelli kynhneigðar.Björg Valgeirsdóttir hjá DIKA lögmönnum, lögmaður Samtakanna '78Steinunn Þóra segir að breytingartillaga Ólafar frá 2010 komi heim og saman við svör ráðuneytisins. Í svörum ráðherra kemur skýrt fram að sem opinberir starfsmenn megi prestar ekki mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar. „Sem opinberir starfsmenn mega prestar ekki mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar.“ Þrátt fyrir þetta bendir ráðuneytið á lagaheimild til að útlista hvenær prestum sé skylt að framkvæma hjónavígslu og hvenær ekki og ætlar að kalla eftir tillögum um það hvenær prestar mega mismuna. „Hins vegar telur ráðuneytið að tilefni sé til að kalla eftir tillögum frá biskupi um það hvenær prestum sé skylt að framkvæma hjónavígslu og hvenær þeim sé það heimilt.“ „Það er í anda þess sem kemur fram í svari ráðherra þar sem virðist eiga að koma samviskufrelsi presta í orð með útfærslu frá biskup.“ Svar ráðherra við fyrirspurn Steinunnar beri það með sér að ráðherra ætli að eftirláta Biskupsstofu útfærslu á málinu. „Ég myndi vilja að frumkvæðið kæmi frá ráðherra til að tryggja jafna stöðu allra,“ segir hún. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær eru engar reglur í gildi innan þjóðkirkjunnar um svokallað samviskufrelsi presta sem heimili þeim að neita fólki um þjónustu á grundvelli kynhneigðar. Björg Valgeirsdóttir hjá DIKA lögmönnum, lögmaður Samtakanna '78, segir svar innanríkisráðherra innihalda nokkrar þversagnir. Í svari innanríkisráðherra sé í fyrsta lagi vísað til frelsis þjóðkirkjunnar til að stjórna eigin innviðum lögum samkvæmt og samkvæmt því hafi kirkjunni verið eftirlátið að móta eigin stefnu. Eftir sem áður standi óhögguð sú staðreynd að það sé óheimilt að mismuna einstaklingum á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar þeirra samkvæmt stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu. Gildi þá einu hvort um ræðir presta, lækna eða aðra starfsmenn hins opinbera. Björg gerir einnig athugasemd við skilgreiningu ráðherra á rétthæð réttarheimilda, þar sem vísað er til hjúskaparlaga sem sérlaga gagnvart lögum um opinbera starfsmenn. „Það er alvarlegt að unnt sé með slíkri lagatúlkun að gera að engu blátt bann laga um opinbera starfsmenn við mismunun gagnvart almenningi.“ Hún spyr einnig hvort ráðherra gleymi að taka inn í myndina að hjúskaparlög eru almenn lög sem víkja skuli fyrir stjórnarskrá ef þau samræmast henni ekki. „Ég tel ákvæði hjúskaparlaga sem bjóða upp á þann kost að prestar synji því að framkvæma hjónavígslu sökum trúarsannfæringar ekki standast nánari skoðun þar sem þau brjóta í bága við jafnréttisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu.“ Tengdar fréttir Samviskufrelsi presta bull, trúarbrögð ekki æðri mannréttindum Séra Hildur Eir Bolladóttir segir samviskufrelsi presta bull. Í Fréttablaðinu í dag segir vígslubiskup í Skálholti og starfandi biskup, Kristján Valur Ingólfsson, að samviskufrelsi presta sé stjórnarskrárvarinn réttur og meðal dýrmætustu mannréttinda. 24. september 2015 11:59 Segir kirkjuna leggjast gegn réttarbótum samkynhneigðra Baldur Þórhallsson segir kirkjuna hafa barist leynt og ljóst gegn mannréttindum samkynhneigðra og kallar Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, úlf í sauðagæru. 24. september 2015 13:10 Samtökin 78 vilja fara í mál vegna kirkjunnar Ekkert kemur í veg fyrir að samkynja pörum sé mismunað innan kirkjunnar. Samtökin '78 og Þjóðkirkjan leggja ekki sama skilning í samviskufrelsi presta. 24. september 2015 07:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin eykur hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira
Ólöf Nordal innanríkisráðherra vildi festa það í lög að prestum yrði aldrei skylt að framkvæma hjónavígslu gegn trúarlegri sannfæringu sinni. Hún og Birgir Ármannsson lögðu fram breytingatillögu á hjúskaparlögum í minnihluta í allsherjarnefnd 2009-2010. Í nefndaráliti Ólafar og Birgis kom eftirfarandi fram: „Til þess að taka af öll tvímæli í þessum efnum og undirstrika að engum vígslumönnum trúfélaga verði gert skylt að framkvæma athafnir sem brjóta í bága við trúarsannfæringu þeirra leggur minnihlutinn til að 22. gr. hjúskaparlaga verði breytt þannig að ótvírætt komi fram að prestum og öðrum vígslumönnum trúfélaga sé ávallt heimilt en aldrei skylt að framkvæma hjónavígslu ef það stríðir gegn trúarlegri sannfæringu þeirra.“ Ólöf svaraði í gær fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur þingmanni VG um þjónustu presta og mismunun á grundvelli kynhneigðar.Björg Valgeirsdóttir hjá DIKA lögmönnum, lögmaður Samtakanna '78Steinunn Þóra segir að breytingartillaga Ólafar frá 2010 komi heim og saman við svör ráðuneytisins. Í svörum ráðherra kemur skýrt fram að sem opinberir starfsmenn megi prestar ekki mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar. „Sem opinberir starfsmenn mega prestar ekki mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar.“ Þrátt fyrir þetta bendir ráðuneytið á lagaheimild til að útlista hvenær prestum sé skylt að framkvæma hjónavígslu og hvenær ekki og ætlar að kalla eftir tillögum um það hvenær prestar mega mismuna. „Hins vegar telur ráðuneytið að tilefni sé til að kalla eftir tillögum frá biskupi um það hvenær prestum sé skylt að framkvæma hjónavígslu og hvenær þeim sé það heimilt.“ „Það er í anda þess sem kemur fram í svari ráðherra þar sem virðist eiga að koma samviskufrelsi presta í orð með útfærslu frá biskup.“ Svar ráðherra við fyrirspurn Steinunnar beri það með sér að ráðherra ætli að eftirláta Biskupsstofu útfærslu á málinu. „Ég myndi vilja að frumkvæðið kæmi frá ráðherra til að tryggja jafna stöðu allra,“ segir hún. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær eru engar reglur í gildi innan þjóðkirkjunnar um svokallað samviskufrelsi presta sem heimili þeim að neita fólki um þjónustu á grundvelli kynhneigðar. Björg Valgeirsdóttir hjá DIKA lögmönnum, lögmaður Samtakanna '78, segir svar innanríkisráðherra innihalda nokkrar þversagnir. Í svari innanríkisráðherra sé í fyrsta lagi vísað til frelsis þjóðkirkjunnar til að stjórna eigin innviðum lögum samkvæmt og samkvæmt því hafi kirkjunni verið eftirlátið að móta eigin stefnu. Eftir sem áður standi óhögguð sú staðreynd að það sé óheimilt að mismuna einstaklingum á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar þeirra samkvæmt stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu. Gildi þá einu hvort um ræðir presta, lækna eða aðra starfsmenn hins opinbera. Björg gerir einnig athugasemd við skilgreiningu ráðherra á rétthæð réttarheimilda, þar sem vísað er til hjúskaparlaga sem sérlaga gagnvart lögum um opinbera starfsmenn. „Það er alvarlegt að unnt sé með slíkri lagatúlkun að gera að engu blátt bann laga um opinbera starfsmenn við mismunun gagnvart almenningi.“ Hún spyr einnig hvort ráðherra gleymi að taka inn í myndina að hjúskaparlög eru almenn lög sem víkja skuli fyrir stjórnarskrá ef þau samræmast henni ekki. „Ég tel ákvæði hjúskaparlaga sem bjóða upp á þann kost að prestar synji því að framkvæma hjónavígslu sökum trúarsannfæringar ekki standast nánari skoðun þar sem þau brjóta í bága við jafnréttisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu.“
Tengdar fréttir Samviskufrelsi presta bull, trúarbrögð ekki æðri mannréttindum Séra Hildur Eir Bolladóttir segir samviskufrelsi presta bull. Í Fréttablaðinu í dag segir vígslubiskup í Skálholti og starfandi biskup, Kristján Valur Ingólfsson, að samviskufrelsi presta sé stjórnarskrárvarinn réttur og meðal dýrmætustu mannréttinda. 24. september 2015 11:59 Segir kirkjuna leggjast gegn réttarbótum samkynhneigðra Baldur Þórhallsson segir kirkjuna hafa barist leynt og ljóst gegn mannréttindum samkynhneigðra og kallar Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, úlf í sauðagæru. 24. september 2015 13:10 Samtökin 78 vilja fara í mál vegna kirkjunnar Ekkert kemur í veg fyrir að samkynja pörum sé mismunað innan kirkjunnar. Samtökin '78 og Þjóðkirkjan leggja ekki sama skilning í samviskufrelsi presta. 24. september 2015 07:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin eykur hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira
Samviskufrelsi presta bull, trúarbrögð ekki æðri mannréttindum Séra Hildur Eir Bolladóttir segir samviskufrelsi presta bull. Í Fréttablaðinu í dag segir vígslubiskup í Skálholti og starfandi biskup, Kristján Valur Ingólfsson, að samviskufrelsi presta sé stjórnarskrárvarinn réttur og meðal dýrmætustu mannréttinda. 24. september 2015 11:59
Segir kirkjuna leggjast gegn réttarbótum samkynhneigðra Baldur Þórhallsson segir kirkjuna hafa barist leynt og ljóst gegn mannréttindum samkynhneigðra og kallar Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, úlf í sauðagæru. 24. september 2015 13:10
Samtökin 78 vilja fara í mál vegna kirkjunnar Ekkert kemur í veg fyrir að samkynja pörum sé mismunað innan kirkjunnar. Samtökin '78 og Þjóðkirkjan leggja ekki sama skilning í samviskufrelsi presta. 24. september 2015 07:00