Fótbolti

Rummenigge: Handviss um að Guardiola framlengi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Rummenigge og Guardiola með eiginkonum sínum að skála á Oktoberfest-hátíðinni.
Rummenigge og Guardiola með eiginkonum sínum að skála á Oktoberfest-hátíðinni. Vísir/Getty
Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern Munchen, segist vera viss um að Pep Guardiola muni skrifa undir framlengingu á samningi sínum hjá þýsku meisturunum.

Mikið hefur verið ritað og rætt um framtíð Guardiola sem verður laus allra mála hjá Bayern Munchen í júní en hann hefur stýrt liðinu til sigurs í þýsku deildinni tvö ár í röð.

Tók hann við Bayern Munchen eftir að hafa slegið í gegn og unnið alla þá titla sem í boði voru sem knattspyrnustjóri Barcelona á fjórum árum.

Guardiola hefur verið orðaður við Manchester City undanfarin ár en Rummenigge segist vera nokkuð sannfærður um að spænski knattspyrnustjórinn muni skrifa undir framlengingu á samningi sínum.

„Við erum með mjög gott lið og gott lið þarf góðan þjálfara. Við vorum með einn slíkann í Jupp Heynckes og við erum með góðan þjálfara í Guardiola. Ég er handvissað hann muni halda áfram með liðið, honum líður vel í borginni og er með gott lið. Það eru margir þættir sem eru jákvæðir fyrir hann hérna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×