Faðir Bianchi: Það er of erfitt fyrir mig að horfa á Formúluna Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. september 2015 09:00 Jules Bianchi var 25 ára þegar hann lést. vísir/getty Philippe Bianchi, faðir Formúlu 1-kappans Jules Bianchi sem lést fyrir tæpu ári síðan í keppni í Japan, segir það of erfitt fyrir sig að horfa á Formúlukeppnir í dag. Formúla 1 snýr aftur til Japan um helgina á Suzuka-brautina þar sem hinn 25 ára gamli Jules Bianchi lenti í hryllilegum árekstri við kranabíl fyrir ári síðan með þeim afleiðingum að hann lést. Bianchi var fyrsti ökumaðurinn í Formúlu 1 sem lætur lífið vegna árekstur í keppni síðan brasilíska goðsögnin Ayrton Senna féll frá árið 1994.Frá slysstað í Japan fyrir ári síðan.vísir/gettyÍ dái í níu mánuði „Kannski get ég horft á keppni eftir nokkra mánuði eða nokkur ár. Ég veit það ekki. En þessa dagana er það bara of erfitt,“ segir Phillipe Bianchi í viðtali við BBC. „Þetta er sérstaklega erfið stund fyrir mig því nú er að líða eitt ár síðan Jules lenti í slysinu. Þessi vika hefur ekki verið góð fyrir Bianchi-fjölskylduna.“ Jules Bianchi lést ekki samstundis heldur var hann í dái á sjúkrahúsi í Nice í Frakklandi í níu mánuði áður en hann kvaddi. Hann sýndi aldrei ummerki um að hann gæti jafnað sig. „Mánuðurnir liðu og maður sá Jules á hverjum degi. Maður fór fljótt að skilja að hann kæmi ekkert til baka því heilaskaðinn var of mikill. Hann var sterkur strákur og þess vegna lifði hann þetta lengi eftir slysið,“ segir Phillipe Bianchi. „Jules er alltaf með mér núna en þetta er erfitt því hann hringdi í mig og móður sína á hverjum degi. Nú er liðið eitt ár sem við móðir hans höfum aldrei getað talað við hann.“ Formúla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Philippe Bianchi, faðir Formúlu 1-kappans Jules Bianchi sem lést fyrir tæpu ári síðan í keppni í Japan, segir það of erfitt fyrir sig að horfa á Formúlukeppnir í dag. Formúla 1 snýr aftur til Japan um helgina á Suzuka-brautina þar sem hinn 25 ára gamli Jules Bianchi lenti í hryllilegum árekstri við kranabíl fyrir ári síðan með þeim afleiðingum að hann lést. Bianchi var fyrsti ökumaðurinn í Formúlu 1 sem lætur lífið vegna árekstur í keppni síðan brasilíska goðsögnin Ayrton Senna féll frá árið 1994.Frá slysstað í Japan fyrir ári síðan.vísir/gettyÍ dái í níu mánuði „Kannski get ég horft á keppni eftir nokkra mánuði eða nokkur ár. Ég veit það ekki. En þessa dagana er það bara of erfitt,“ segir Phillipe Bianchi í viðtali við BBC. „Þetta er sérstaklega erfið stund fyrir mig því nú er að líða eitt ár síðan Jules lenti í slysinu. Þessi vika hefur ekki verið góð fyrir Bianchi-fjölskylduna.“ Jules Bianchi lést ekki samstundis heldur var hann í dái á sjúkrahúsi í Nice í Frakklandi í níu mánuði áður en hann kvaddi. Hann sýndi aldrei ummerki um að hann gæti jafnað sig. „Mánuðurnir liðu og maður sá Jules á hverjum degi. Maður fór fljótt að skilja að hann kæmi ekkert til baka því heilaskaðinn var of mikill. Hann var sterkur strákur og þess vegna lifði hann þetta lengi eftir slysið,“ segir Phillipe Bianchi. „Jules er alltaf með mér núna en þetta er erfitt því hann hringdi í mig og móður sína á hverjum degi. Nú er liðið eitt ár sem við móðir hans höfum aldrei getað talað við hann.“
Formúla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti