Fótbolti

Matthías tryggði Rosenborg sæti í bikarúrslitum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Matthías hefur byrjað vel í búningi Rosenborg en hann kom til liðsins frá Start í sumar.
Matthías hefur byrjað vel í búningi Rosenborg en hann kom til liðsins frá Start í sumar. mynd/rosenborg
Matthías Vilhjálmsson tryggði Rosenborg sæti í úrslitaleik norsku bikarkeppninnar þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Stabæk í undanúrslitunum í kvöld.

Matthías kom inn á sem varamaður á 83. mínútu fyrir fyrrum samherja sinn hjá FH, Alexander Söderlund, sem hafði nokkrum mínútum fyrr jafnað metin í 2-2.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-2 en á 5. mínútu framlengingarinnar skoraði Matthías markið dýrmæta sem tryggði Rosenborg sæti í úrslitaleiknum þar sem liðið mætir annað hvort Sarpsborg 08 eða Viking en þau eigast við í seinni undanúrslitaleiknum á morgun.

Hólmar Örn Eyjólfsson var að vanda í vörn Rosenborg og lék allan leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×