Fótbolti

Rafinha dregur sig út úr brasilíska landsliðshópnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rafinha hefur ekki áhuga á að vera varaskeifa í brasilíska landsliðinu.
Rafinha hefur ekki áhuga á að vera varaskeifa í brasilíska landsliðinu. vísir/getty
Rafinha hefur dregið sig út úr brasilíska landsliðshópnum sem mætir Chile og Venesúela í undankeppni HM 2018 í næsta mánuði.

Ástæðan er að Bayern München-maðurinn vill ekki vera í aukahlutverki í landsliðinu.

„Ég er ekki einn af fyrstu kostunum í stöðu hægri bakvarðar og í ljósi þess að það eru aðrir leikmenn á undan mér í goggunarröðunni hef ég ákveðið að draga mig út úr hópnum,“ sagði Rafinha í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér.

Rafinha, sem er þrítugur, hefur aðeins leikið tvo A-landsleiki fyrir Brasilíu en var hins vegar í U-23 ára liði Brasilíu sem vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking 2008.

Rafinha kom til Bayern frá Genoa árið 2011 og hefur síðan þá leikið 144 leiki fyrir þýsku meistarana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×