Erlent

Samið um vopnahlé í Búrkína Fasó

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Valdaránið var fordæmt víða um Afríku og víða um heim.
Valdaránið var fordæmt víða um Afríku og víða um heim. Vísir/EPA
Leiðtogar uppreisnarmanna í Búrkína Fasó hafa skrifað undir samning sem tryggir vopnahlé eftir eldfimar aðstæður í landinu síðustu daga. Al Jazeera greinir frá.

Leiðtogarnir hafa samþykkt að hætta aðgerðum sínum og koma forsetanum aftur til valda eftir valdaránið í síðustu viku. Valdaránið á rætur sínar að rekja til áætlana forsetans um að láta lífvarðasveit forsetans sameinast her landsins.

Leiðtogar Vestur-Afríkuríkja hafa fundað viðstöðulaust um málið en það hefur verið gagnrýnt víða um Afríku. Afríkusambandið vísaði til að mynda Búrkína Fasó úr sambandinu.

Samkomulagið var undirritað aðeins degi eftir að herdeildir komu til Ouagadougou en það setti aukinn þrýsting á uppreisnarmennina, sem koma úr röðum lífvarðadeildar forsetans.

Það kveður á um að uppreisnarmenn dragi lið sín til baka frá Ouagadougou og herlið staðsetji heri sína um 50 kílómetra fjarri höfuðborginni og verndi uppreisnarmennina og fjölskyldu þeirra.


Tengdar fréttir

Búrkína Fasó vísað úr Afríkuráðinu

Herforingjar framkvæmdu valdarán í Búrkína Fasó á miðvikudaginn síðastliðinn. Herforingjastjórnin segist tilbúin til viðræðna til að sætta deiluaðila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×