Innlent

Hvalreki á Sólheimasandi

Birgir Olgeirsson skrifar
Búrhvalurinn á Sólheimasandi.
Búrhvalurinn á Sólheimasandi. Vísir/Mountain Taxi
Tíu til tólf metra langan búrhval rak á fjörur á Sólheimasandi nýverið. Það voru starfsmenn á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountain Taxi sem komu auga á hvalinn í gær og birtu mynd af honum á Facebook.

Lögreglunni á Suðurlandi var tilkynnt um hvalrekann í gær og kom hún þeim boðum til hafrannsóknastofnunar. Hjá þeirri stofnun starfar Gísli A. Víkingsson sem er sérfræðingur á sviði hvala. Hann segir hafrannsóknastofnunina halda miðlæga skrá yfir hvalreka og beri að tilkynna stofnuninni um þá. Er síðar lagt mat á það eftir tegundum, fjarlægð og kostnaði hvort starfsfólk stofnunarinnar fer á staðinn til að rannsaka dýrið, en þá eru tekin sýni og gerðar mælingar.

Annars er það í höndum umhverfisstofnunar og sveitarfélaga að taka ákvörðun um það hvort dýrinu sé urðað eða hvort náttúran er látin hafa sinn gang.

Varðandi nýtingu á dýrinu segir Gísli landeiganda eiga allan rétt. „Varðandi búrhvali, þá eru menn að sækjast eftir tönnum og það hafa komið upp deilur og kærur vegna þess, þannig að það má ekki hver sem er taka úr honum heldur er það landeigandinn,“ segir Gísli.

We found this one today, looks like it was just landed on the beach.

Posted by Mountain Taxi - Iceland on Monday, September 21, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×