Erlent

Mótmæla kvótáætlun ESB

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Tékknesk stjórnvöld hóta málsókn fyrir Evrópudómstólnum.
Tékknesk stjórnvöld hóta málsókn fyrir Evrópudómstólnum.
Leiðtogar Tékklands, Póllands, Slóvakíu, Ungverjalands og Lettlands lýstu sig í gær andsnúna kvótaáætlun Evrópusambandsins um móttöku flóttamanna.

Þá hefur tékkneska ríkisstjórnin skrifað ráðamönnum í Brussel bréf, þar sem því er haldið fram að kvótakerfið sé ólöglegt.

Í bréfinu hóta stjórnvöld í Tékklandi því að fara með málið fyrir Evrópudómstólinn í Lúxemborg, verði landið þvingað til að taka við flóttamönnum samkvæmt áætluninni.

Ungverjar hafa á sama tíma innleitt ný lög sem heimila hernum í landinu aukna hörku gagnvart flóttafólki.

Innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna koma saman til fundar í dag til að ræða kvótaáætlunina en leiðtogafundur sambandsríkjanna fer svo fram á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×