Innlent

Ísland í dag: Framleiðir kerfið bótaþega?

„Kerfi sem heldur fólki heima á lágum bótum er að framleiða bótaþega,“ segir Runólfur Ágústsson sem keyrði hið umdeilda Áfram verkefni í Hafnarfirði þegar bærinn hóf í apríl í fyrra að herða skilyrði fyrir því að fá fjárhagsaðstoð.

Þeir sem fengu framfærslustyrk frá sveitarfélaginu, og voru metnir vinnufærir, geta ekki lenguri neitað vinnu og fengið áfram fulla framfærslu. Hafni vinnufærir menn vinnu er framfærslan skert tímabundið um helming.

Síðan þá hafa um 170 manns farið af framfæri bæjarins og í vinnu, ýmist á vegum Hafnarfjarðar eða á almennum vinnumarkaði. Talið er að einhverjir einstaklingar í svartri vinnu og áður sviku framfærslustyrk út úr sveitarfélaginu hafi með þessu nýja vinnulagi horfið úr kerfinu.

Lóa Pind heimsótti Hafnarfjörð til að grennslast fyrir um hvernig skilyrðing fjárhagsaðstoðar gangi þar í bæ og ræðir meðal annars við tvo unga menn sem voru á framfæri bæjarins en eru nú í vinnu á vegum Áfram.

Björk Vilhelmsdóttir, fráfarandi borgarfulltrúi í Reykjavík, sagði nýlega að sér hefði mistekist að innleiða hertari skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð í borginni og óttaðist að fjöldinn allur af ungu fólki myndi þar með festast í fátæktargildru.

Fréttaskýringin var birt í Íslandi í dag í kvöld. Sjá má innslagið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×