Viðskipti innlent

66° Norður velti 2,5 milljörðum árið 2014

Sæunn Gísladóttir skrifar
66°Norður hagnaðist um rúmar 23 milljónir á síðasta ári.
66°Norður hagnaðist um rúmar 23 milljónir á síðasta ári. Vísir/66°norður
Sjóklæðagerðin hf sem framleiðir útivistarfatnað undir vörumerkinu 66°NORÐUR hagnaðist um rúmar 23 milljónir á síðasta ári, samanborið við tæpan 240 milljón króna hagnað árið áður. Munurinn skýrist að mestu af endurútreikningi lána.

Tekjur árið 2014 námu 2,5 milljörpum króna. Rekstrartekjur hækkuðu um rúmar 150 milljónir milli ára. Rekstrarhagnaður nam 18 milljónum króna, samanborið við tæpar 55 milljónir árið 2013.

Eignir félagsins námu 2,6 milljörðum króna, og bókfart eigið fé nam tæpum 273 milljónum í árslok 2014. Eiginfjárhlutfall félagsins var því 10%. Langtíma skuldir nema 1,1 milljarði króna og lækkuðu um tæpar 200 milljónir króna milli ára.

Launakostnaður hækkaði

Launakostnaður nam 719 milljónum króna á árinu og voru stöðugildi að meðaltali 89. Launakostnaður hækkaði um 120 milljónir króna milli ára, þrátt fyrir að stöðugildum fjölgaði einungis um 9. Heildarlaun og þóknanir til stjórnar og forstjóra félagsins á árinu námu um 26,4 milljónum króna.

Stjórn félagsins hefur ekki tekið ákvörðun um tillögu að arðgreiðslu til hluthafafundar vegna afkomu ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×