Fótbolti

Icardi tryggði Inter fjórða sigurinn í fyrstu fjórum umferðunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Icardi fagnar sigurmarki sínu.
Icardi fagnar sigurmarki sínu. vísir/getty
Inter er með fullt hús stiga á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar eftir 0-1 sigur á Chievo í dag.

Mauro Icardi skoraði eina mark leiksins á 42. mínútu en hann varð markakóngur ítölsku deildarinnar í fyrra. Þetta var hins vegar fyrsta mark Argentínumannsins í ár.

Inter er með 12 stig á toppi deildarinnar með markatöluna 5-1 en sex lið koma þar á eftir með sjö stig.

Inter mætir Emil Hallfreðssyni og félögum hans í Verona í næsta leik sínum á miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×