Erlent

Gíslum sleppt úr haldi Húta

Bjarki Ármannsson skrifar
Hermenn úr röðum Húta.
Hermenn úr röðum Húta. Vísir/AFP
Hersveitir Húta, uppreisnarmanna í Jemen, hafa sleppt sex gíslum úr haldi. Yfirvöld í Jemen segja að um þrjá Bandaríkjamenn, tvo Sáda og einn Breta sé að ræða.

Breska ríkisútvarpið segir að nöfn gíslanna liggi ekki fyrir. Fréttaveitan AP segir að þeir hafi verið í haldi Húta í marga mánuði.

Hútarnir, sem koma úr röðum Sjía-múslima, hafa lagt undir sig stór landsvæði í Jemen, þar á meðal höfuðborgina Sanaa. Þeir hafa handsamað marga útlendinga á undanförnum árum og sleppt mörgum þeirra aftur.

Sameinuðu þjóðirnar telja að um 4,500 manns, þar af rúmlega tvö þúsund almennir borgarar, hafa látið lífið í átökunum í Jemen frá því í mars síðastliðnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×