Erlent

Sigmundur Davíð fangaði augnablikið er fáni Palestínu var dreginn að húni

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Sigmundur Davíð var sáttur er fáni Palestínu var dreginn að húni.
Sigmundur Davíð var sáttur er fáni Palestínu var dreginn að húni. mynd/einar gunnarsson og vísir/epa
Palestínski fáninn var í fyrsta sinn dregin að hún við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Meðal viðstaddra voru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Einar Gunnarsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Einar birtir myndband af viðburðinum á Twitter-síðu sinni.

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ávarpaði í kjölfar Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og varaði við því að palestínsk yfirvöld teldu sig ekki lengur bundin af friðarsamningum við Ísrael.

Myndbandið sem Einar birti má sjá hér að neðan auk mynda og tísta frá fleirum sem voru viðstaddir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×