Erlent

Buhari verður áfram með málefni olíunnar á sinni könnu

Atli Ísleifsson skrifar
Muhammadu Buhari var kjörinn nýr forseti Nígeríu í vor. Hann tók við embættinu af Goodluck Jonathan.
Muhammadu Buhari var kjörinn nýr forseti Nígeríu í vor. Hann tók við embættinu af Goodluck Jonathan. Vísir/AFP
Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, hefur heitið því að berjast gegn útbreiddri spillingu í landinu og segist nú sjálfur ætla að starfa sem ráðherra olíumála.

Buhari vinnur nú að því að skipa ríkisstjórn sína en segir ætlunina vera að stjórna því sjálfur hvernig farið sé með olíuauð landsins.

Nígería er stærsta olíuframleiðsluríki Afríku og má rekja 90 prósent af flæði erlends fjármagns inn í landið til olíunnar.

Nígeríska olíufélagið Nigerian National Petroleum Company (NNPC) er sakað um að hafa sóað 20 milljarða Bandaríkjadala úr opinberum sjóðum ríkisins á síðasta ári.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×