Enski boltinn

Verstu töp Arsenal undir stjórn Wenger að mati Telegraph

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wenger og félagar eru í vondum málum í Meistaradeildinni.
Wenger og félagar eru í vondum málum í Meistaradeildinni. vísir/getty
Arsenal er í erfiðri stöðu í F-riðli Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 tap fyrir Olympiacos í gær.

Sem kunnugt er skoraði Alfreð Finnbogason sigurmark Grikklandsmeistaranna í leiknum en þetta var fyrsti sigur Olympiacos á enskri grundu í Meistaradeildinni.

Arsenal tapaði einnig fyrsta leik sínum í F-riðli, 2-1 fyrir Dinamo Zagreb á útivelli, og lærisveinar Arsene Wenger eru því án stiga eftir tvær umferðir í Meistaradeildinni. Ekki besta veganestið fyrir leikina tvo gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München sem framundan eru.

Sjá einnig: Ensku liðin í Meistaradeildinni: fimm töp í sex leikjum

Í tilefni af tapinu fyrir Olympiacos setti Telegraph saman lista yfir 15 verstu, eða mest niðurlægjandi, töp Arsenal undir stjórn Wenger sem hefur stýrt Lundúnaliðinu síðan 1996.

Tapið fyrir Olympiacos er í 3. sæti en í því fjórða er 1-3 tapið fyrir Monaco í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili.

6-0 tapið fyrir Chelsea vorið 2014 er í 2. sæti en það kom í 1000. leik Arsenal undir stjórn Wenger. Það var jafnframt versta tap Arsenal fyrir Chelsea í 107 ár.

Versta tapið að mati Telegraph er hins vegar 8-2 niðurlægingin gegn Manchester United í lok ágúst 2011 en það var versta tap Arsenal síðan 1896.

Listann í heild sinni má sjá með því að smella hér.

Danny Welbeck, núverandi leikmaður Arsenal, fagnar marki sínu í 8-2 sigri Manchester United á Skyttunum 2011.vísir/getty

Tengdar fréttir

Ensku liðin í Meistaradeildinni: Fimm töp í sex leikjum

Arsenal og Chelsea töpuðu bæði leikjum sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem þýðir að ensku liðin í Meistaradeildinni hafa aðeins náð í samtals þrjú stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum í riðlakeppninni í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×