Ensku liðin í Meistaradeildinni: Fimm töp í sex leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2015 08:32 Arsenal er án stiga eftir tvo leiki. Vísir/Getty Arsenal og Chelsea töpuðu bæði leikjum sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem þýðir að ensku liðin í Meistaradeildinni hafa aðeins náð í samtals þrjú stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum í riðlakeppninni í ár. Margir halda því fram að enska úrvalsdeildin sé sú besta í heimi, en það er erfitt að rökstyðja það þegar ensku liðin hafa aðeins náð í sautján prósent stiga í boði í Meistaradeildinni til þessa. Ensku liðin hafa nefnilega þurft að sætta sig við fimm töp í fyrstu sex leikjum sínum en Manchester-liðin, City og United, spila annan leikinn sinn í riðlakeppninni í kvöld. Arsenal og Manchester City hafa bæði tapað á heimavelli í keppninni í ár en Manchester United spilar sinn fyrsta heimaleik á móti Wolfsburg í kvöld. Eini sigurinn kom hjá Chelsea þegar liðið vann 4-0 sigur á ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni í ár. Lítið hefur gengið hjá Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og í gær tapaði liðið síðan 2-1 á móti Porto á útivelli. Alfreð Finnbogason sá til þess að Arsenal tapað öðrum leiknum í röð í gær og lærisveinar Arsene Wenger eru því eina enska liðið sem er stigalaust eftir tvo leiki. Manchester-liðin gætu reyndar bæst í hópinn í kvöld. Ensku liðin hafa reyndar skorað í öllum sex leikjum sínum en þau hafa líka fengið tvö mörk eða fleiri á sig í fimm af þessum sex leikjum. Tíu skoruð mörk er því ekki alslæmt en ellefu mörk fengin á sig er skelfileg tölfræði. Þrátt fyrir að aðeins einni og hálfri umferð (af sex) sé lokið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þá eru ensku liðin aðeins einum ósigri frá því að jafna heildafjölda tapleikja í fyrra þegar ensku liðin lágu í sex af 24 leikjum sínum í riðlakeppninni. Manchester City, Chelsea og Arsenal voru einnig með þá en Liverpool var í staðinn fyrir Manchester United. Ensku liðin eru ekki þekkt fyrir að tapa mörgum leikjum í riðlakeppninni sem sést vel á því að á árunum 2003 til 2011 þá töpuðu þau mest fimm leikjum samtals í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Slakt gengi ensku liðanna í Meistaradeildinni í ár í bland við dapurt gengi undanfarin ár þýðir að fjórða sæti Englands í Meistaradeildinni er í mikilli hættu. Breytist ekkert og ensku liðin detta jafnfljótt eða fyrr út og í fyrra er það allt eins líklegt að það verði aðeins þrjú ensk lið í meistaradeildinni tímabilið 2017 til 2018.Leikir ensku liðanna í Meistaradeildinni í ár:15. september PSV Eindhoven - Manchester United 2-1 Manchester City - Juventus 1-216. september Dinamo Zagreb - Arsenal 2-1 Chelsea - Maccabi Tel Aviv 4-029. september Arsenal - Olympiakos 2-3 Porto - Chelsea 2-1Sex leikir og fimm töp Markatalan: -1 (10-11) Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Arsenal og Chelsea töpuðu bæði leikjum sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem þýðir að ensku liðin í Meistaradeildinni hafa aðeins náð í samtals þrjú stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum í riðlakeppninni í ár. Margir halda því fram að enska úrvalsdeildin sé sú besta í heimi, en það er erfitt að rökstyðja það þegar ensku liðin hafa aðeins náð í sautján prósent stiga í boði í Meistaradeildinni til þessa. Ensku liðin hafa nefnilega þurft að sætta sig við fimm töp í fyrstu sex leikjum sínum en Manchester-liðin, City og United, spila annan leikinn sinn í riðlakeppninni í kvöld. Arsenal og Manchester City hafa bæði tapað á heimavelli í keppninni í ár en Manchester United spilar sinn fyrsta heimaleik á móti Wolfsburg í kvöld. Eini sigurinn kom hjá Chelsea þegar liðið vann 4-0 sigur á ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni í ár. Lítið hefur gengið hjá Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og í gær tapaði liðið síðan 2-1 á móti Porto á útivelli. Alfreð Finnbogason sá til þess að Arsenal tapað öðrum leiknum í röð í gær og lærisveinar Arsene Wenger eru því eina enska liðið sem er stigalaust eftir tvo leiki. Manchester-liðin gætu reyndar bæst í hópinn í kvöld. Ensku liðin hafa reyndar skorað í öllum sex leikjum sínum en þau hafa líka fengið tvö mörk eða fleiri á sig í fimm af þessum sex leikjum. Tíu skoruð mörk er því ekki alslæmt en ellefu mörk fengin á sig er skelfileg tölfræði. Þrátt fyrir að aðeins einni og hálfri umferð (af sex) sé lokið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þá eru ensku liðin aðeins einum ósigri frá því að jafna heildafjölda tapleikja í fyrra þegar ensku liðin lágu í sex af 24 leikjum sínum í riðlakeppninni. Manchester City, Chelsea og Arsenal voru einnig með þá en Liverpool var í staðinn fyrir Manchester United. Ensku liðin eru ekki þekkt fyrir að tapa mörgum leikjum í riðlakeppninni sem sést vel á því að á árunum 2003 til 2011 þá töpuðu þau mest fimm leikjum samtals í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Slakt gengi ensku liðanna í Meistaradeildinni í ár í bland við dapurt gengi undanfarin ár þýðir að fjórða sæti Englands í Meistaradeildinni er í mikilli hættu. Breytist ekkert og ensku liðin detta jafnfljótt eða fyrr út og í fyrra er það allt eins líklegt að það verði aðeins þrjú ensk lið í meistaradeildinni tímabilið 2017 til 2018.Leikir ensku liðanna í Meistaradeildinni í ár:15. september PSV Eindhoven - Manchester United 2-1 Manchester City - Juventus 1-216. september Dinamo Zagreb - Arsenal 2-1 Chelsea - Maccabi Tel Aviv 4-029. september Arsenal - Olympiakos 2-3 Porto - Chelsea 2-1Sex leikir og fimm töp Markatalan: -1 (10-11)
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira