Erlent

Japan segist ekki geta tekið við flóttafólki

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Leggja til milljónir dollara til að takast á við flóttamannavandanna, annarsstaðar en í Japan.
Leggja til milljónir dollara til að takast á við flóttamannavandanna, annarsstaðar en í Japan. Vísir/AFP
Japan verður að bæta lífsskilyrði eigin þjóðar áður en hægt er að skoða mótttöku sýrlenskra flóttamanna, að mati forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe.

Þetta kom fram þegar hann tilkynnti um 1,6 milljarða dala framlag Japans til flóttamannamála í Sýrlandi og Írak, í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.

Sagði forsætisráðherrann að fyrst þyrfti hækka fæðingartíðni og bæta umhverfi kvenna og eldri borgara. Hann sagði margt þyrfti að gera í Japan áður en landið færi að taka við innflytjendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×