Ósátt kona í úthverfi safnar liði og leitar að Tryggva Gunnari Hansen Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. september 2015 07:00 Ekki una allir Tryggva vistarinnar í tjaldbúðum sínum. vísir/vilhelm „Ég mun fara þarna um og leita,“ segir kona sem býr í einu úthverfa höfuðborgarsvæðisins og telur ótækt að listamaðurinn Tryggvi Gunnar Hansen hafi hreiðrað um sig til búsetu í skógarrjóðri. Konan, sem ekki lét nafns getið en hafði samband eftir að Fréttablaðið birti viðtal við Tryggva, telur ekki ólíklegt að hann hafist við í nágrenni við hennar hverfi. „Hvernig losar hann sig við sinn eigin úrgang? Fer hann bara vítt og breitt inn í skóginn og klárar sig þar?“ spyr ónefnda konan áhyggjufull. „Svo fer hann kannski í búðir í okkar hverfi og er drulluskítugur. Fer hann í sund? Það vantar svör við þessu.“Tryggvi Gunnar Hansen útskýrir listaverk.Fréttablaðið/VilhelmÞá segir konan Tryggva ekki hafa leyfi til að búa í skóglendinu. „Og við eigum ekki að líða þetta. Hann kveikir upp eld og getur kveikt óvart í öllum skóginum,“ segir konan sem boðar aðgerðir. „Nú fara krakkar að leita þetta uppi og fara inn í þessa svínastíu og mér líkar það ekki. Ef hann væri svo langt frá byggð að börn færu ekki að þefa þetta uppi þá kemur mér þetta ekkert við.“ Aðspurð hvað sé að óttast við Tryggva svarar konan: „Finnst þér ekki maðurinn dálítið öðruvísi en allir aðrir? Finnst þér ekki vond upplifun fyrir börn að sjá þetta?“ Þá kveðst konan ætla að leita liðsinnis íbúa hverfisins til að fá yfirvöld til að taka á máli Tryggva. „Svona er ekki nútíminn – 2015. Þessi maður á bara að fá hjálp. Það verður þá bara að búa til svæði fyrir svona fólk sem er þá undir eftirliti og hreinsun. Hann vill ekki að það komi fram hvar hann er en við munum finna hann, það er alveg á hreinu að við munum finna hann.“ Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
„Ég mun fara þarna um og leita,“ segir kona sem býr í einu úthverfa höfuðborgarsvæðisins og telur ótækt að listamaðurinn Tryggvi Gunnar Hansen hafi hreiðrað um sig til búsetu í skógarrjóðri. Konan, sem ekki lét nafns getið en hafði samband eftir að Fréttablaðið birti viðtal við Tryggva, telur ekki ólíklegt að hann hafist við í nágrenni við hennar hverfi. „Hvernig losar hann sig við sinn eigin úrgang? Fer hann bara vítt og breitt inn í skóginn og klárar sig þar?“ spyr ónefnda konan áhyggjufull. „Svo fer hann kannski í búðir í okkar hverfi og er drulluskítugur. Fer hann í sund? Það vantar svör við þessu.“Tryggvi Gunnar Hansen útskýrir listaverk.Fréttablaðið/VilhelmÞá segir konan Tryggva ekki hafa leyfi til að búa í skóglendinu. „Og við eigum ekki að líða þetta. Hann kveikir upp eld og getur kveikt óvart í öllum skóginum,“ segir konan sem boðar aðgerðir. „Nú fara krakkar að leita þetta uppi og fara inn í þessa svínastíu og mér líkar það ekki. Ef hann væri svo langt frá byggð að börn færu ekki að þefa þetta uppi þá kemur mér þetta ekkert við.“ Aðspurð hvað sé að óttast við Tryggva svarar konan: „Finnst þér ekki maðurinn dálítið öðruvísi en allir aðrir? Finnst þér ekki vond upplifun fyrir börn að sjá þetta?“ Þá kveðst konan ætla að leita liðsinnis íbúa hverfisins til að fá yfirvöld til að taka á máli Tryggva. „Svona er ekki nútíminn – 2015. Þessi maður á bara að fá hjálp. Það verður þá bara að búa til svæði fyrir svona fólk sem er þá undir eftirliti og hreinsun. Hann vill ekki að það komi fram hvar hann er en við munum finna hann, það er alveg á hreinu að við munum finna hann.“
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira