Gary Martin verður áfram í herbúðum KR á næsta tímabili. Þetta staðfesti Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi í dag.
„Hún er mjög góð og hefur alltaf verið,“ sagði Bjarni, aðspurður um stöðuna á málum Martin sem lýsti margoft yfir óánægju sinni með lítinn spiltíma í sumar.
„Gary er feykilega öflugur leikmaður og stór hluti af þessum hóp og hann er ekki að fara neitt,“ bætti Bjarni við.
Sjá einnig: Indriði kominn heim í KR
Martin lék 15 deildarleiki með KR í sumar, þar af átta í byrjunarliði, og skoraði fimm mörk. Hann varð markakóngur Pepsi-deildarinnar 2014 þegar hann skoraði 13 mörk í 21 leik.
KR endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar og komst í bikarúrslit þar sem liðið tapaði 2-0 fyrir Val.
Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar
Enski boltinn



Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
Íslenski boltinn


Adam Ægir á heimleið
Íslenski boltinn


Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn
