Illugi um veiðiferð í Vatnsdalsá: „Ég hef kvittun fyrir minni greiðslu“ Birgir Olgeirsson skrifar 8. október 2015 11:36 Illugi Gunnarsson. „Ég hef kvittun fyrir minni greiðslu,“ svaraði Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, þegar hann var spurður hver greiddi fyrir veiðiferð hans í Vatnsdalsá í fyrrasumar. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, spurði Illuga í óundirbúnum fyrirspurnatíma, á hvaða vegum ráðherra var í Kína fyrr í ár, hver greiddi veiðileyfi hans í Vatnsárdal í fyrra og hver séu tengsl ráðherra við Orku Energy.Stundin fjallaði um veiðiferð Illuga í apríl síðastliðnum. Þar var rætt við Pétur Pétursson, leigutaka Vatnsdalsár, sem sagðist í samtali við Stundina ekki muna betur en Illugi hefði sjálfur greitt fyrir veiðileyfið. „Það er ljúft og skylt og svara þessu,“ sagði Illugi. Hann sagði tildrög ferðarinnar í Kína vera þau að á undanförnum misserum og árum hefur fjöldi kínverskra ráðamanna sem starfa á því sviði, sem fellur undir ráðuneytið, verið hér á landi í vinnuheimsóknum. „Síðan barst boð til ráðuneytisins frá kínverskum stjórnvöldum um það að þessar vinnuheimsóknir yrðu endurgoldnar. Skipuð var sendinefnd. Í henna, ásamt mér sem ráðherra, áttu sæti embættismenn úr ráðuneytinu, þrír rektorar háskóla, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands, ásamt forstöðumanni Rannís. Fundað var með fjölda ráðherra og vararáðherra, forstöðumönnum vísindastofnana og háskólastofnana annarra sem endurspegla samsetningu þessarar sendinefndar.“ Hann sagði það vera rétt að fulltrúar frá Orku Energy hefðu verið í Peking á sama tíma. „Eins líka fulltrúar frá fyrirtækinu Marel. Síðan er það svo virðulegi forseti að fleiri spurningar hafa komið sem mér gefst þá kannski tækifæri að ræða síðar, til dæmis eins og varðandi veiðiferð í Vatnsdalsá og kostnað við hennar og vil ég þá segja við hæstvirtan þingmann að ég hef kvittun fyrir minni greiðslu.“Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata.VísirÁsta hafði áður spurt Illuga um stöðu hans gagnvart frumvarpi sem hún hefur lagt fram um upplýsinga- og sannleiksskyldu ráðherra. Hún sagði frumvarpið hafa verið lagt fram í ýmsum myndum undanfarin þrjátíu ár og eigi sér fyrirmynd í norskum, dönskum og sænskum lögum. „Þar sem er verið að binda skyldu ráðherra til að segja satt og rétt frá og veita upplýsingar til Alþingis,“ sagði Ásta sem bætti við að erfitt væri fyrir þing að taka upplýstar ákvarðanir ef ekki væri hægt að treysta á að ráðherra veitti rétt og sönn svör. „Þess vegna langar mig að spyrja hver er afstaða hans til sannleiks og upplýsinga skyldu ráðherra.“ Illugi sagði þessari spurningu auðsvarað. „Ég lít svo á að þessi regla sé í gildi hér og hafi alla tíð verið að á ráðherrum hvíli sú skylda að segja þinginu satt og rétt frá í öllu því sem til þeirra er bent. Þannig einmitt að sá tilgangur sem háttvirtur þingmaður nefnir hér að þegar kemur til úrlausnarefna hér á þinginu að þær upplýsingar sem að þingmenn fá frá framkvæmdarvaldinu, að menn geti gengið að því að þær séu traustar og réttar. Nákvæmlega hvernig um þetta er búið í lögum síðan er ábyggilega til umhugsunar og skoðunar en ég hef litið svo á að sú regla sé til staðar nú þegar.“ Alþingi Tengdar fréttir Illugi leysir frá skjóðunni Menntamálaráðherra svarar loksins fyrir tengsl sín við fyrirtækið Orku Energy í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins. 8. október 2015 07:00 Páll Magnússon um Illuga og Orku Energy: „Pólitísk spilling verður ekki augljósari en þetta“ Fyrrverandi útvarpsstjóri fer hörðum orðum um menntamálaráðherra í grein í Fréttablaðinu í dag. 7. október 2015 09:09 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
„Ég hef kvittun fyrir minni greiðslu,“ svaraði Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, þegar hann var spurður hver greiddi fyrir veiðiferð hans í Vatnsdalsá í fyrrasumar. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, spurði Illuga í óundirbúnum fyrirspurnatíma, á hvaða vegum ráðherra var í Kína fyrr í ár, hver greiddi veiðileyfi hans í Vatnsárdal í fyrra og hver séu tengsl ráðherra við Orku Energy.Stundin fjallaði um veiðiferð Illuga í apríl síðastliðnum. Þar var rætt við Pétur Pétursson, leigutaka Vatnsdalsár, sem sagðist í samtali við Stundina ekki muna betur en Illugi hefði sjálfur greitt fyrir veiðileyfið. „Það er ljúft og skylt og svara þessu,“ sagði Illugi. Hann sagði tildrög ferðarinnar í Kína vera þau að á undanförnum misserum og árum hefur fjöldi kínverskra ráðamanna sem starfa á því sviði, sem fellur undir ráðuneytið, verið hér á landi í vinnuheimsóknum. „Síðan barst boð til ráðuneytisins frá kínverskum stjórnvöldum um það að þessar vinnuheimsóknir yrðu endurgoldnar. Skipuð var sendinefnd. Í henna, ásamt mér sem ráðherra, áttu sæti embættismenn úr ráðuneytinu, þrír rektorar háskóla, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands, ásamt forstöðumanni Rannís. Fundað var með fjölda ráðherra og vararáðherra, forstöðumönnum vísindastofnana og háskólastofnana annarra sem endurspegla samsetningu þessarar sendinefndar.“ Hann sagði það vera rétt að fulltrúar frá Orku Energy hefðu verið í Peking á sama tíma. „Eins líka fulltrúar frá fyrirtækinu Marel. Síðan er það svo virðulegi forseti að fleiri spurningar hafa komið sem mér gefst þá kannski tækifæri að ræða síðar, til dæmis eins og varðandi veiðiferð í Vatnsdalsá og kostnað við hennar og vil ég þá segja við hæstvirtan þingmann að ég hef kvittun fyrir minni greiðslu.“Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata.VísirÁsta hafði áður spurt Illuga um stöðu hans gagnvart frumvarpi sem hún hefur lagt fram um upplýsinga- og sannleiksskyldu ráðherra. Hún sagði frumvarpið hafa verið lagt fram í ýmsum myndum undanfarin þrjátíu ár og eigi sér fyrirmynd í norskum, dönskum og sænskum lögum. „Þar sem er verið að binda skyldu ráðherra til að segja satt og rétt frá og veita upplýsingar til Alþingis,“ sagði Ásta sem bætti við að erfitt væri fyrir þing að taka upplýstar ákvarðanir ef ekki væri hægt að treysta á að ráðherra veitti rétt og sönn svör. „Þess vegna langar mig að spyrja hver er afstaða hans til sannleiks og upplýsinga skyldu ráðherra.“ Illugi sagði þessari spurningu auðsvarað. „Ég lít svo á að þessi regla sé í gildi hér og hafi alla tíð verið að á ráðherrum hvíli sú skylda að segja þinginu satt og rétt frá í öllu því sem til þeirra er bent. Þannig einmitt að sá tilgangur sem háttvirtur þingmaður nefnir hér að þegar kemur til úrlausnarefna hér á þinginu að þær upplýsingar sem að þingmenn fá frá framkvæmdarvaldinu, að menn geti gengið að því að þær séu traustar og réttar. Nákvæmlega hvernig um þetta er búið í lögum síðan er ábyggilega til umhugsunar og skoðunar en ég hef litið svo á að sú regla sé til staðar nú þegar.“
Alþingi Tengdar fréttir Illugi leysir frá skjóðunni Menntamálaráðherra svarar loksins fyrir tengsl sín við fyrirtækið Orku Energy í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins. 8. október 2015 07:00 Páll Magnússon um Illuga og Orku Energy: „Pólitísk spilling verður ekki augljósari en þetta“ Fyrrverandi útvarpsstjóri fer hörðum orðum um menntamálaráðherra í grein í Fréttablaðinu í dag. 7. október 2015 09:09 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Illugi leysir frá skjóðunni Menntamálaráðherra svarar loksins fyrir tengsl sín við fyrirtækið Orku Energy í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins. 8. október 2015 07:00
Páll Magnússon um Illuga og Orku Energy: „Pólitísk spilling verður ekki augljósari en þetta“ Fyrrverandi útvarpsstjóri fer hörðum orðum um menntamálaráðherra í grein í Fréttablaðinu í dag. 7. október 2015 09:09