Sjö þjóðir geta elt Ísland inn á EM í Frakklandi í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2015 11:30 Kyle Lafferty og félagar í norður-írska landsliðinu komast á EM í fyrsta sinn með sigri í kvöld. Vísir/Getty Undankeppni EM í fótbolta 2016 fer aftur af stað í kvöld og það er mikið undir hjá nokkrum þjóðum í leikjum dagsins. Þýskaland, Pólland, Norður-Írland, Rúmenía, Portúgal, Danmörk og Albanía geta nefnilega öll tryggt sér sæti á EM í Frakklandi með hagstæðum úrslitum í kvöld. Ísland er ein af fimm þjóðum sem hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni næsta sumar en úrslitin ráðast í öllum hinum riðlinum á næstu sex dögum. Gestgjafar Frakka verða að sjálfsögðu með næsta sumar en England, Tékkland, Ísland og Austurríki eru líka komin með farseðilinn í hendurnar. Það er keppt í þremur riðlum í kvöld, D-riðli, F-riðli og I-riðli en sá síðastnefndi sker sig nokkuð úr því hann er eini fimm liða riðillinn. Danir spila sem dæmi sinn síðasta leik í kvöld.Þýskaland og Pólland geta bæði tryggt sér sæti á EM í kvöld en þau eru í D-riðlinum og í baráttu við Íra um tvö efstu sæti riðilsins. Þjóðverjum nægir jafntefli á útivelli á móti Írum en Pólverjar verða að vinna sinn leik á móti Skotum og treysta á það að Írar vinni ekki Þjóðverja. Skotar eiga aðeins möguleika á því að ná þriðja sætinu og komast í umspil.Stig þjóða í D-riðlinum: Þýskaland 19 Pólland 17 Írland 15 Skotland 11 Georgía 6 Gíbraltar 0Leikir kvöldsins í D-riðlinum: Georgía-Gíbraltar, Írland-Þýskaland, Skotland-Pólland.Norður-Írland og Rúmenía geta bæði tryggt sér sætin tvö sem eru í boði í F-riðlinum. Norður-Írum vantar aðeins tvö stig í viðbót og komast á EM í fyrsta sinn með sigri á Grikkjum í kvöld. Rúmenar þurfa bara að treysta á sjálfan sig í tveimur síðustu leikjunum en vinni þeir Finnar í kvöld á sama tíma og Ungverjar tapa stigum á móti Færeyjum þá verða þeir komnir með EM-farseðilinn í hendurnar. Ungverjar eiga eftir tvö neðstu lið riðilsins og eru líka með betri innbyrðisstöðu á móti Rúmenum. Það nægir því að jafna Rúmena að stigum sem setur smá spennu inn í lokaumferðirnar.Stig þjóða í F-riðlinum: Norður-Írland 17 Rúmenía 16 Ungverjaland 13 Finnland 10 Færeyjar 6 Grikkland 3Leikir kvöldsins í F-riðlinum: Ungverjaland-Færeyjar, Norður-Írland-Grikkland, Rúmenía-Finnland.Portúgal, Danmörk og Albanía eiga öll þrjú möguleika á því að tryggja sér tvö efstu sætin í I-riðli í kvöld en aðeins fimm lið eru í riðlinum sem þýðir að Danir spila lokaleik sinn í undankeppninni þegar þeir heimsækja Portúgala í dag. Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu nægir stig á heimavelli á móti Dönum í kvöld og fá síðan einnig annan möguleika gegn Serbíu í lokaleiknum. Danir tryggja sér EM-sætið vinni þeir í Portúgal á sama tíma og Albanir tapa á móti Serbíu. Vinni Albanía sinn leik á móti Serbíu þá tryggja þér sér sæti á EM svo framarlega sem Danir vinni ekki í Portúgal. Það bendir því margt til þess að Danir endi í umspilinu en þeir lifa enn í voninni.Stig þjóða í I-riðlinum: Portúgal 15 Danmörk 12 (bara 1 leikur eftir) Albanía 11 Armenía 2 (bara 1 leikur eftir) Serbía 1Leikir kvöldsins í I-riðlinum: Albanía-Serbía, Portúgal-Danmörk. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Sjá meira
Undankeppni EM í fótbolta 2016 fer aftur af stað í kvöld og það er mikið undir hjá nokkrum þjóðum í leikjum dagsins. Þýskaland, Pólland, Norður-Írland, Rúmenía, Portúgal, Danmörk og Albanía geta nefnilega öll tryggt sér sæti á EM í Frakklandi með hagstæðum úrslitum í kvöld. Ísland er ein af fimm þjóðum sem hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni næsta sumar en úrslitin ráðast í öllum hinum riðlinum á næstu sex dögum. Gestgjafar Frakka verða að sjálfsögðu með næsta sumar en England, Tékkland, Ísland og Austurríki eru líka komin með farseðilinn í hendurnar. Það er keppt í þremur riðlum í kvöld, D-riðli, F-riðli og I-riðli en sá síðastnefndi sker sig nokkuð úr því hann er eini fimm liða riðillinn. Danir spila sem dæmi sinn síðasta leik í kvöld.Þýskaland og Pólland geta bæði tryggt sér sæti á EM í kvöld en þau eru í D-riðlinum og í baráttu við Íra um tvö efstu sæti riðilsins. Þjóðverjum nægir jafntefli á útivelli á móti Írum en Pólverjar verða að vinna sinn leik á móti Skotum og treysta á það að Írar vinni ekki Þjóðverja. Skotar eiga aðeins möguleika á því að ná þriðja sætinu og komast í umspil.Stig þjóða í D-riðlinum: Þýskaland 19 Pólland 17 Írland 15 Skotland 11 Georgía 6 Gíbraltar 0Leikir kvöldsins í D-riðlinum: Georgía-Gíbraltar, Írland-Þýskaland, Skotland-Pólland.Norður-Írland og Rúmenía geta bæði tryggt sér sætin tvö sem eru í boði í F-riðlinum. Norður-Írum vantar aðeins tvö stig í viðbót og komast á EM í fyrsta sinn með sigri á Grikkjum í kvöld. Rúmenar þurfa bara að treysta á sjálfan sig í tveimur síðustu leikjunum en vinni þeir Finnar í kvöld á sama tíma og Ungverjar tapa stigum á móti Færeyjum þá verða þeir komnir með EM-farseðilinn í hendurnar. Ungverjar eiga eftir tvö neðstu lið riðilsins og eru líka með betri innbyrðisstöðu á móti Rúmenum. Það nægir því að jafna Rúmena að stigum sem setur smá spennu inn í lokaumferðirnar.Stig þjóða í F-riðlinum: Norður-Írland 17 Rúmenía 16 Ungverjaland 13 Finnland 10 Færeyjar 6 Grikkland 3Leikir kvöldsins í F-riðlinum: Ungverjaland-Færeyjar, Norður-Írland-Grikkland, Rúmenía-Finnland.Portúgal, Danmörk og Albanía eiga öll þrjú möguleika á því að tryggja sér tvö efstu sætin í I-riðli í kvöld en aðeins fimm lið eru í riðlinum sem þýðir að Danir spila lokaleik sinn í undankeppninni þegar þeir heimsækja Portúgala í dag. Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu nægir stig á heimavelli á móti Dönum í kvöld og fá síðan einnig annan möguleika gegn Serbíu í lokaleiknum. Danir tryggja sér EM-sætið vinni þeir í Portúgal á sama tíma og Albanir tapa á móti Serbíu. Vinni Albanía sinn leik á móti Serbíu þá tryggja þér sér sæti á EM svo framarlega sem Danir vinni ekki í Portúgal. Það bendir því margt til þess að Danir endi í umspilinu en þeir lifa enn í voninni.Stig þjóða í I-riðlinum: Portúgal 15 Danmörk 12 (bara 1 leikur eftir) Albanía 11 Armenía 2 (bara 1 leikur eftir) Serbía 1Leikir kvöldsins í I-riðlinum: Albanía-Serbía, Portúgal-Danmörk.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Sjá meira