Vilja samstarf við Lækna án landamæra Óli Kristján Ármannsson skrifar 8. október 2015 07:00 Douglas Lute, sendiherra og fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Atlantshafsbandalaginu, á kynningarfundi. Hann segir ráðherrafundinn í dag að stórum hluta snúast um eftirfylgni með ákvörðunum sem teknar hafi verið í fyrra. nordicphotos/afp Í gangi eru þrjár sjálfstæðar rannsóknir á loftárás sem Bandaríkjaher gerði á spítala Lækna án landamæra í Kunduz í Afganistan um helgina. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Douglas Lute, sendiherra Bandaríkjanna og fastafulltrúa hjá Atlantshafsbandalaginu (NATO), á kynningarfundi í höfuðstöðvum bandalagsins í gær. Á fundinum var farið yfir helstu mál sem á dagskrá eru á fundi utanríkisráðherra NATO sem fram fer í Brussel í dag. Læknar án landamæra hafa kallað eftir sjálfstæðri rannsókn á árásinni. Lute sagði að á ráðherrafundinum kynni að vera að vænta nýrra upplýsinga um stöðu rannsóknarinnar á loftárásinni, sem Læknar án landamæra hafa kallað stríðsglæp. Hann segir ekki miklu hægt að bæta við það sem komið hafi fram hjá John Campbell, hershöfðingja í Bandaríkjaher, við þingnefndaryfirheyrslu í Bandaríkjunum á þriðjudag, þegar hann sagði hörmuleg mistök hafa verið gerð hjá Bandaríkjaher. Í gangi séu þrjár rannsóknir á atburðinum, ein á vegum ríkisstjórnar Afganistans, innri rannsókn Bandaríkjahers sem sé venjan þegar álitamál snerta herinn og svo sé líka í gangi rannsókn sendinefndar NATO, en þar leiki Campbell hershöfðingi líka lykilhlutverk, auk þess að vera stjórnandi aðgerða í Afganistan. „Þessar þrjár rannsóknir eru nýhafnar og við verðum að bíða niðurstaðna þeirra.“ Varðandi það hvort kalla ætti árásina stríðsglæp segir Lute óráð að setja á hana merkimiða í flýti. „Ég veit að forseti Bandaríkjanna, varnarmálaráðherra og John Campbell eru algjörlega á sömu síðu í að vilja fá ítarlega og gagnsæja rannsókn. Ég vona að Læknar án landamæra taki þátt í þeirri rannsókn og að hægt verði að ná um hana samstöðu. Campbell var mjög skýr á því hjá þingnefnd Bandaríkjanna að þetta hefði verið bandarísk árás undir stjórn Bandaríkjahers.“ Með því að Bandaríkin hafi tekið ábyrgð á atburðinum undirstriki það mikilvægi bandarísku rannsóknarinnar. „Ég veit ekki hvað verður með frekari rannsóknir. Ég er ekki viss um að Læknar án landamæra séu að vísa til nokkurrar af þeim þremur sem hafnar eru þegar þeir kalla eftir sjálfstæðri rannsókn. Við verðum að sjá til hvernig það fer.“ Campbell hershöfðingi hafi hins vegar gert alveg ljóst að um slys hafi verið að ræða. „Við gerum augljóslega ekki verndaða staði, svo sem sjúkrahús, moskur, skóla og þar fram eftir götunum, að skotmörkum.“ Aðalefni ráðherrafundarins, sem er einn af um fjórum reglubundnum fundum á ári, í dag segir Lute hins vegar vera tvö. Annars vegar eftirfylgni með samþykktum frá ráðherrafundinum í Wales í fyrra um herafla og nýjar viðbragðsáætlanir í Evrópu og hins vegar hvernig NATO eigi að halda áfram að laga sig að þróun mála á útjaðri varnarbandalagsins. Þar sé meðal annars horft til ISIS, þróunar mála í Sýrlandi og Írak og straums flóttafólks yfir Miðjarðarhafið. Þá ræða ráðherrarnir einnig aukinn núning við Rússland, svo sem nýlegt atvik þar sem Rússar rufu lofthelgi Tyrklands. „Og þar með lofthelgi NATO,“ segir Lute. NATO sé að laga uppstillingu herafla síns að breyttum aðstæðum í heiminum. Kalda stríðið og svo það 25 ára tímabil sem við tók hafi hvort um sig kallað á sína uppstillingu heraflans. „Báðar uppstillingar eru nú úreltar. Þannig að við erum ekki að hverfa aftur til kalda stríðsins og við förum fram úr því viðbúnaðarstigi sem verið hefur yfir í Áætlun um aðgerðir til reiðu [e. Readiness Action Plan].“ Þessum áætlunum, sem samþykktar voru á fundi NATO í Wales í fyrrahaust, verði búið að koma að fullu í framkvæmd fyrir ráðherrafundinn í Varsjá í Póllandi næsta sumar. Fulltrúi Íslands á ráðherrafundinum í dag og staðgengill Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra er Anna Jóhannsdóttir, sendiherra og fastafulltrúi íslensku sendinefndarinnar hjá NATO.Kalla eftir aðkomu IHFFCLæknar án landamæra krefjast þess að óháðir aðilar rannsaki loftárás bandaríska flughersins á sjúkrahús samtakanna í Kunduz í Afganistan um helgina. 22 féllu í árásinni og fjölmargir særðust. Samtökin vilja að alþjóðlega stofnunin IHFFC (International Humanitarian Fact-Finding Commission) fari fyrir rannsókninni, en samtökin voru stofnuð árið 1991 og rannsaka möguleg mannréttindabrot og stríðsglæpi. BBC greinir frá því að stofnunin hafi þó aldrei farið fyrir rannsókn sem þessari. Joanne Liu, forseti Lækna án landamæra, sagði árásina ekki einungis vera árás á sjúkrahúsið heldur árás á sjálfan Genfarsáttmálann. „Þetta er óásættanlegt,“ sagði hún á blaðamannafundi í gær. Mið-Austurlönd Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Sjá meira
Í gangi eru þrjár sjálfstæðar rannsóknir á loftárás sem Bandaríkjaher gerði á spítala Lækna án landamæra í Kunduz í Afganistan um helgina. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Douglas Lute, sendiherra Bandaríkjanna og fastafulltrúa hjá Atlantshafsbandalaginu (NATO), á kynningarfundi í höfuðstöðvum bandalagsins í gær. Á fundinum var farið yfir helstu mál sem á dagskrá eru á fundi utanríkisráðherra NATO sem fram fer í Brussel í dag. Læknar án landamæra hafa kallað eftir sjálfstæðri rannsókn á árásinni. Lute sagði að á ráðherrafundinum kynni að vera að vænta nýrra upplýsinga um stöðu rannsóknarinnar á loftárásinni, sem Læknar án landamæra hafa kallað stríðsglæp. Hann segir ekki miklu hægt að bæta við það sem komið hafi fram hjá John Campbell, hershöfðingja í Bandaríkjaher, við þingnefndaryfirheyrslu í Bandaríkjunum á þriðjudag, þegar hann sagði hörmuleg mistök hafa verið gerð hjá Bandaríkjaher. Í gangi séu þrjár rannsóknir á atburðinum, ein á vegum ríkisstjórnar Afganistans, innri rannsókn Bandaríkjahers sem sé venjan þegar álitamál snerta herinn og svo sé líka í gangi rannsókn sendinefndar NATO, en þar leiki Campbell hershöfðingi líka lykilhlutverk, auk þess að vera stjórnandi aðgerða í Afganistan. „Þessar þrjár rannsóknir eru nýhafnar og við verðum að bíða niðurstaðna þeirra.“ Varðandi það hvort kalla ætti árásina stríðsglæp segir Lute óráð að setja á hana merkimiða í flýti. „Ég veit að forseti Bandaríkjanna, varnarmálaráðherra og John Campbell eru algjörlega á sömu síðu í að vilja fá ítarlega og gagnsæja rannsókn. Ég vona að Læknar án landamæra taki þátt í þeirri rannsókn og að hægt verði að ná um hana samstöðu. Campbell var mjög skýr á því hjá þingnefnd Bandaríkjanna að þetta hefði verið bandarísk árás undir stjórn Bandaríkjahers.“ Með því að Bandaríkin hafi tekið ábyrgð á atburðinum undirstriki það mikilvægi bandarísku rannsóknarinnar. „Ég veit ekki hvað verður með frekari rannsóknir. Ég er ekki viss um að Læknar án landamæra séu að vísa til nokkurrar af þeim þremur sem hafnar eru þegar þeir kalla eftir sjálfstæðri rannsókn. Við verðum að sjá til hvernig það fer.“ Campbell hershöfðingi hafi hins vegar gert alveg ljóst að um slys hafi verið að ræða. „Við gerum augljóslega ekki verndaða staði, svo sem sjúkrahús, moskur, skóla og þar fram eftir götunum, að skotmörkum.“ Aðalefni ráðherrafundarins, sem er einn af um fjórum reglubundnum fundum á ári, í dag segir Lute hins vegar vera tvö. Annars vegar eftirfylgni með samþykktum frá ráðherrafundinum í Wales í fyrra um herafla og nýjar viðbragðsáætlanir í Evrópu og hins vegar hvernig NATO eigi að halda áfram að laga sig að þróun mála á útjaðri varnarbandalagsins. Þar sé meðal annars horft til ISIS, þróunar mála í Sýrlandi og Írak og straums flóttafólks yfir Miðjarðarhafið. Þá ræða ráðherrarnir einnig aukinn núning við Rússland, svo sem nýlegt atvik þar sem Rússar rufu lofthelgi Tyrklands. „Og þar með lofthelgi NATO,“ segir Lute. NATO sé að laga uppstillingu herafla síns að breyttum aðstæðum í heiminum. Kalda stríðið og svo það 25 ára tímabil sem við tók hafi hvort um sig kallað á sína uppstillingu heraflans. „Báðar uppstillingar eru nú úreltar. Þannig að við erum ekki að hverfa aftur til kalda stríðsins og við förum fram úr því viðbúnaðarstigi sem verið hefur yfir í Áætlun um aðgerðir til reiðu [e. Readiness Action Plan].“ Þessum áætlunum, sem samþykktar voru á fundi NATO í Wales í fyrrahaust, verði búið að koma að fullu í framkvæmd fyrir ráðherrafundinn í Varsjá í Póllandi næsta sumar. Fulltrúi Íslands á ráðherrafundinum í dag og staðgengill Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra er Anna Jóhannsdóttir, sendiherra og fastafulltrúi íslensku sendinefndarinnar hjá NATO.Kalla eftir aðkomu IHFFCLæknar án landamæra krefjast þess að óháðir aðilar rannsaki loftárás bandaríska flughersins á sjúkrahús samtakanna í Kunduz í Afganistan um helgina. 22 féllu í árásinni og fjölmargir særðust. Samtökin vilja að alþjóðlega stofnunin IHFFC (International Humanitarian Fact-Finding Commission) fari fyrir rannsókninni, en samtökin voru stofnuð árið 1991 og rannsaka möguleg mannréttindabrot og stríðsglæpi. BBC greinir frá því að stofnunin hafi þó aldrei farið fyrir rannsókn sem þessari. Joanne Liu, forseti Lækna án landamæra, sagði árásina ekki einungis vera árás á sjúkrahúsið heldur árás á sjálfan Genfarsáttmálann. „Þetta er óásættanlegt,“ sagði hún á blaðamannafundi í gær.
Mið-Austurlönd Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Sjá meira