Hólmar: Tekur á sálina að vera alltaf í botnbaráttu Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. október 2015 15:00 Hólmar Örn á æfingunni fyrr í dag. Vísir/Vilhelm „Tilfinningin er frábær, maður er búinn að stefna að þessu lengi og það er frábært að vera kominn aftur inn í hópinn,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður íslenska landsliðsins og Rosenborg, á landsliðsæfingu í dag. „Þetta tímabil er búið að ganga hrikalega vel hjá okkur í Rosenborg og mér hefur sennilega aldrei liðið jafn vel sem atvinnumaður svo ég kem inn í þetta fullur sjálfstrausts.“ Ísland hefur þegar tryggt sér sæti á EM en framundan eru tveir leikir gegn Lettlandi og Tyrklandi. Þrátt fyrir það eru allir leikmenn liðsins einbeittir á að ná sex stigum.Hólmar í æfingarleik gegn Belgíu.Vísir/getty„Þetta eru mikilvægir leikir upp á styrkleikaflokkana fyrir næsta sumar og við ætlum okkur að taka sex stig úr þessum leikjum. Við viljum vera eins ofarlega og hægt er þegar dregið verður í riðlana í von um að fá kannski auðveldari andstæðinga næsta sumar.“ Hólmar vonast til þess að fá einhver tækifæri í leikjunum en hann hefur leikið einn leik fyrir íslenska landsliðið. „Ég vonast til þess að fá tækifæri til að sýna mig og sanna en þeir eru ekkert að fara út í einhverja tilraunastarfsemi. Þeir munu væntanlega spila á svipuðu liði en vonandi fær maður tækifæri.“Hólmar Örn í æfingarleik gegn Dortmund er hann var í herbúðum Bochum.Vísir/GettyTekur á sálina að vera í fallbaráttu Hólmar Örn er á sínu öðru tímabili í herbúðum Rosenborg en hann gekk til liðs við norska félagið frá þýska félaginu Bochum. „Þetta er þvílíkur munur, þetta er í fyrsta sinn á ferlinum sem ég er að berjast um titla. Ég hef verið mikið í fallbaráttu og það tekur á sálina en pressan hjá Rosenborg er önnur og betri. Það er ætlast til að maður vinni alla leiki og það smitast út í alla í liðinu. Það eru allir að stefna að því sama er hrikalega gaman að taka þátt í þessu.“ Hólmar sagði að dvölin í Noregi hefði gengið betur en hann hefði þorað að vona. „Þegar ég kem til Noregs í fyrra er félagið í 5. sæti á miklu vonbrigða tímabili en við náðum að vinna 10 af 11 síðustu leikjunum og náðum Evrópusæti. Við það kom mikil eftirvænting fyrir næsta tímabili sem við byrjuðum mjög vel og hefur gengið vel. Við erum í toppsætinu, í úrslitum bikarsins og í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem er betra en ég þorði að vona.“Hólmar og félagar í Rosenborg mættu KR í sumar.Vísir/ValliEnga trú á öðru en að við klárum þetta Rosenborg getur tryggt titilinn í næstu umferð fari svo að Stabæk tapi á sama tíma og Rosenborg vinnur en Rosenborg þarf aðeins 5 stig úr síðustu 4 leikjunum. „Við þurfum að tapa þremur leikjum af fjórum til þess að tapa þessu. Það er ekki annað hægt að segja en að þetta sé notaleg staða og ég hef enga trú á öðru en að við klárum þetta.“ Matthías Vilhjálmsson hefur komið af krafti inn í lið Rosenborg eftir að hafa gengið til liðs við félagið frá Start. „Hann hefur verið óheppinn að þurfa mikið að spila út úr stöðu en hann hefur leyst það vel. Hann hefur verið fremstur, á miðjunni og í hafsentinum með mér og hann hefur leyst það vel. Hann verður lykilmaður í Rosenborg á næstu árum,“ sagði Hólmar sem segir Matthías stefna á landsliðið. „Hann vill vera hérna, það er ekkert leyndarmál en hann var ánægður fyrir mína hönd og ætlar að koma sér inn í þetta seinna,“ sagði Hólmar. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Dagskráin: Evrópukvöld á Anfield og fjögur fara áfram í Meistaradeildinni Sport Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Sjá meira
„Tilfinningin er frábær, maður er búinn að stefna að þessu lengi og það er frábært að vera kominn aftur inn í hópinn,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður íslenska landsliðsins og Rosenborg, á landsliðsæfingu í dag. „Þetta tímabil er búið að ganga hrikalega vel hjá okkur í Rosenborg og mér hefur sennilega aldrei liðið jafn vel sem atvinnumaður svo ég kem inn í þetta fullur sjálfstrausts.“ Ísland hefur þegar tryggt sér sæti á EM en framundan eru tveir leikir gegn Lettlandi og Tyrklandi. Þrátt fyrir það eru allir leikmenn liðsins einbeittir á að ná sex stigum.Hólmar í æfingarleik gegn Belgíu.Vísir/getty„Þetta eru mikilvægir leikir upp á styrkleikaflokkana fyrir næsta sumar og við ætlum okkur að taka sex stig úr þessum leikjum. Við viljum vera eins ofarlega og hægt er þegar dregið verður í riðlana í von um að fá kannski auðveldari andstæðinga næsta sumar.“ Hólmar vonast til þess að fá einhver tækifæri í leikjunum en hann hefur leikið einn leik fyrir íslenska landsliðið. „Ég vonast til þess að fá tækifæri til að sýna mig og sanna en þeir eru ekkert að fara út í einhverja tilraunastarfsemi. Þeir munu væntanlega spila á svipuðu liði en vonandi fær maður tækifæri.“Hólmar Örn í æfingarleik gegn Dortmund er hann var í herbúðum Bochum.Vísir/GettyTekur á sálina að vera í fallbaráttu Hólmar Örn er á sínu öðru tímabili í herbúðum Rosenborg en hann gekk til liðs við norska félagið frá þýska félaginu Bochum. „Þetta er þvílíkur munur, þetta er í fyrsta sinn á ferlinum sem ég er að berjast um titla. Ég hef verið mikið í fallbaráttu og það tekur á sálina en pressan hjá Rosenborg er önnur og betri. Það er ætlast til að maður vinni alla leiki og það smitast út í alla í liðinu. Það eru allir að stefna að því sama er hrikalega gaman að taka þátt í þessu.“ Hólmar sagði að dvölin í Noregi hefði gengið betur en hann hefði þorað að vona. „Þegar ég kem til Noregs í fyrra er félagið í 5. sæti á miklu vonbrigða tímabili en við náðum að vinna 10 af 11 síðustu leikjunum og náðum Evrópusæti. Við það kom mikil eftirvænting fyrir næsta tímabili sem við byrjuðum mjög vel og hefur gengið vel. Við erum í toppsætinu, í úrslitum bikarsins og í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem er betra en ég þorði að vona.“Hólmar og félagar í Rosenborg mættu KR í sumar.Vísir/ValliEnga trú á öðru en að við klárum þetta Rosenborg getur tryggt titilinn í næstu umferð fari svo að Stabæk tapi á sama tíma og Rosenborg vinnur en Rosenborg þarf aðeins 5 stig úr síðustu 4 leikjunum. „Við þurfum að tapa þremur leikjum af fjórum til þess að tapa þessu. Það er ekki annað hægt að segja en að þetta sé notaleg staða og ég hef enga trú á öðru en að við klárum þetta.“ Matthías Vilhjálmsson hefur komið af krafti inn í lið Rosenborg eftir að hafa gengið til liðs við félagið frá Start. „Hann hefur verið óheppinn að þurfa mikið að spila út úr stöðu en hann hefur leyst það vel. Hann hefur verið fremstur, á miðjunni og í hafsentinum með mér og hann hefur leyst það vel. Hann verður lykilmaður í Rosenborg á næstu árum,“ sagði Hólmar sem segir Matthías stefna á landsliðið. „Hann vill vera hérna, það er ekkert leyndarmál en hann var ánægður fyrir mína hönd og ætlar að koma sér inn í þetta seinna,“ sagði Hólmar.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Dagskráin: Evrópukvöld á Anfield og fjögur fara áfram í Meistaradeildinni Sport Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Sjá meira