Sérfræðingar Sky: Klopp er fullkominn fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2015 09:15 Jürgen Klopp. Vísir/Getty Jamie Carragher, Graeme Souness og Jamie Redknapp, allt fyrrum leikmenn Liverpool og nú sérfræðingar á Sky Sports, eru sammála um að Jürgen Klopp sé hárrétti maðurinn til að taka við starfi Brendan Rodgers. „Ef ég væri að velja þá tæki ég Klopp frekar en Ancelotti," sagði Jamie Carragher. Brendan Rodgers var rekinn í gær eftir 1-1 jafntefli á móti Everton. Liverpool –liðið hefur aðeins unnið 3 af 8 fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og situr þessa stundina í 10. Sætinu.Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Liverpool hafi haft samband við bæði Jürgen Klopp, fyrrum stjóra Borussia Dortmund og Carlo Ancelotti, fyrrum stjóra AC Milan, Chelsea og Real Madrid. „Klopp hefur meira að sanna. Liverpool-starfið er ekki auðvelt starf í dag. Ancelotti er frábær stjóri en hann hefur verið hjá félögum þar sem menn ætlast til að hann vinni titla," sagði Carragher á Sky Sports. „Það verður erfitt að koma Liverpool upp í eitt af fjórum efstu sætunum. Við getum gleymt titilbaráttunni. Félagið þarf orkumikinn einstakling sem hefur getu til að koma félaginu þar sem það vill vera. Ég tel að Klopp sé sá maður," sagði Carragher. „Ancelotti var síðast hjá Chelsea, PSG og Real Madrid. Það eru allt félög sem geta keypt bestu leikmennina í heimi. Þeir hafa meiri pening en allir aðrir. Klopp er því betri kostur. Dortmund var alltaf að missa sína bestu leikmenn og Klopp er því vanur því að vinna með yngri og óreyndari leikmönnum," sagði Graeme Souness. „Ég sé þessa góðu áru í kringum Jürgen Klopp. Hann hefur eitthvað sérstakt við sig. Ég held að hann muni hafi stuðningsmennina með sér frá fyrsta degi og hann er fullkominn kostur fyrir Liverpool. Sú staðreynd að hann er laus segir mér að Liverpool muni reyna við hann," sagði Jamie Redknapp. „Auðvitað vill hann koma með sitt starfsfólk. Það er erfitt því það er nauðsynlegt að hjá félaginu séu menn sem þekkja innviði félagsins og vita hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Ég myndi samt mæla með Klopp," sagði Redknapp. Jürgen Klopp hefur þjálfað bæði Mainz og Borussia Dortmund. Dortmund vann þýska titilinn tvö ár í röð undir hans stjórn og tvöfalt seinna árið. Hann kom liðinu líka í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2013. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp efstur á óskalistanum Forráðamenn Liverpool munu hafa sett sig í samband við Jürgen Klopp og Carlo Ancelotti. 5. október 2015 08:15 Rodgers rekinn frá Liverpool Brendan Rodgers varð í dag fyrsti þjálfarinn sem var rekinn í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann var rekinn frá Liverpool eftir rúmlega þrjú ár í starfi. 4. október 2015 17:35 Jafnt í borgarslagnum í Liverpool | Sjáðu mörkin Everton og Liverpool skyldu jöfn 1-1 í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Romelu Lukaku skoraði jöfnunarmark Everton eftir að Danny Ings kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik. 4. október 2015 14:15 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Jamie Carragher, Graeme Souness og Jamie Redknapp, allt fyrrum leikmenn Liverpool og nú sérfræðingar á Sky Sports, eru sammála um að Jürgen Klopp sé hárrétti maðurinn til að taka við starfi Brendan Rodgers. „Ef ég væri að velja þá tæki ég Klopp frekar en Ancelotti," sagði Jamie Carragher. Brendan Rodgers var rekinn í gær eftir 1-1 jafntefli á móti Everton. Liverpool –liðið hefur aðeins unnið 3 af 8 fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og situr þessa stundina í 10. Sætinu.Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Liverpool hafi haft samband við bæði Jürgen Klopp, fyrrum stjóra Borussia Dortmund og Carlo Ancelotti, fyrrum stjóra AC Milan, Chelsea og Real Madrid. „Klopp hefur meira að sanna. Liverpool-starfið er ekki auðvelt starf í dag. Ancelotti er frábær stjóri en hann hefur verið hjá félögum þar sem menn ætlast til að hann vinni titla," sagði Carragher á Sky Sports. „Það verður erfitt að koma Liverpool upp í eitt af fjórum efstu sætunum. Við getum gleymt titilbaráttunni. Félagið þarf orkumikinn einstakling sem hefur getu til að koma félaginu þar sem það vill vera. Ég tel að Klopp sé sá maður," sagði Carragher. „Ancelotti var síðast hjá Chelsea, PSG og Real Madrid. Það eru allt félög sem geta keypt bestu leikmennina í heimi. Þeir hafa meiri pening en allir aðrir. Klopp er því betri kostur. Dortmund var alltaf að missa sína bestu leikmenn og Klopp er því vanur því að vinna með yngri og óreyndari leikmönnum," sagði Graeme Souness. „Ég sé þessa góðu áru í kringum Jürgen Klopp. Hann hefur eitthvað sérstakt við sig. Ég held að hann muni hafi stuðningsmennina með sér frá fyrsta degi og hann er fullkominn kostur fyrir Liverpool. Sú staðreynd að hann er laus segir mér að Liverpool muni reyna við hann," sagði Jamie Redknapp. „Auðvitað vill hann koma með sitt starfsfólk. Það er erfitt því það er nauðsynlegt að hjá félaginu séu menn sem þekkja innviði félagsins og vita hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Ég myndi samt mæla með Klopp," sagði Redknapp. Jürgen Klopp hefur þjálfað bæði Mainz og Borussia Dortmund. Dortmund vann þýska titilinn tvö ár í röð undir hans stjórn og tvöfalt seinna árið. Hann kom liðinu líka í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2013.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp efstur á óskalistanum Forráðamenn Liverpool munu hafa sett sig í samband við Jürgen Klopp og Carlo Ancelotti. 5. október 2015 08:15 Rodgers rekinn frá Liverpool Brendan Rodgers varð í dag fyrsti þjálfarinn sem var rekinn í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann var rekinn frá Liverpool eftir rúmlega þrjú ár í starfi. 4. október 2015 17:35 Jafnt í borgarslagnum í Liverpool | Sjáðu mörkin Everton og Liverpool skyldu jöfn 1-1 í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Romelu Lukaku skoraði jöfnunarmark Everton eftir að Danny Ings kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik. 4. október 2015 14:15 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Klopp efstur á óskalistanum Forráðamenn Liverpool munu hafa sett sig í samband við Jürgen Klopp og Carlo Ancelotti. 5. október 2015 08:15
Rodgers rekinn frá Liverpool Brendan Rodgers varð í dag fyrsti þjálfarinn sem var rekinn í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann var rekinn frá Liverpool eftir rúmlega þrjú ár í starfi. 4. október 2015 17:35
Jafnt í borgarslagnum í Liverpool | Sjáðu mörkin Everton og Liverpool skyldu jöfn 1-1 í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Romelu Lukaku skoraði jöfnunarmark Everton eftir að Danny Ings kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik. 4. október 2015 14:15