Spegill sem er sá eini sinnar tegundar á Íslandi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. október 2015 23:24 Auðvitað kom ekkert annað til greina en "selfie“ til að fagna speglinum. myndir/daníel freyr „Ég fékk hugmyndina að þessu á netinu þannig þetta er ekki sá fyrsti í heiminum en sennilega sá fyrsti á landinu,“ segir Daníel Freyr Hjartarson tölvunarfræðinemi í samtali við Vísi. Daníel lauk á dögunum við að smíða spegil sem er ansi sérstakur. Daníel vantaði spegil og ákvað að það væri ekki bara nóg að fara í IKEA og versla slíkan. Þess í stað keypti hann cool-lite gler, sem hann segir að sé í raun nokkuð venjulegt sólgler, og setti það yfir tölvuskjá. Upp á tölvuskjáinn varpar hann hinum ýmsu upplýsingum með lítilli Raspberry Pi tölvu. „Gæjarnir í versluninni göptu þegar ég sagði þeim hvað ég ætlaði að nota glerið í.“Daníel Freyr Hjartarson„Tölvan sækir upplýsingar úr iCalendar hjá mér og síðan uppfærir hún veðrið með hjálp norsku veðurstofunnar,“ segir hann. Aðspurður segir hann að það verði forvitnilegt að sjá hvort hann verði stundvísari vegna þessa. „Það er allavega ljóst að ég mun klæða mig eftir veðri,“ segir hann og hlær. Daníel er 23 ára tölvunarfræðinemi en í vor lauk hann BS gráðu í vélaverkfræði. Hann er ekki ókunnugur því að leysa hin ýmsu vandamál en hann hefur undanfarin tvö ár komið að smíði kappakstursbíls Team Spark. „Þetta er í raun og veru ekkert mál ef maður bara gefur sér tíma í þetta. Hver sem er getur gert þetta í raun,“ segir hann en hann stefnir að því að stofna bloggsíðu og setja ferlið við gerð spegilsins þar inn. „Ég veit ekkert hvenær ég hef tíma í það en það er stefnan. Ef fólk hefur áhuga á að smíða svona apparat getur það pikkað í mig og ég reyni að aðstoða eftir fremsta megni.“ Daníel deildi afrakstrinum á Facebook og viðbrögðin stóðu ekki á sér. „Alltaf þegar fólk spurði hvað ég væri að smíða og ég sagði að þetta væri spegill þá hló það að mér en núna skilur það mig. Félagi minn hringdi til að mynda í mig og sagði að þetta væri með því svalara sem hann hefði séð,“ segir hann. „Þetta er klárlega viðskiptahugmynd en ég hef bara engan tíma til að vera eitthvað brasa í þessu og markaðssetja þetta,“ segir Daníel að lokum. Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
„Ég fékk hugmyndina að þessu á netinu þannig þetta er ekki sá fyrsti í heiminum en sennilega sá fyrsti á landinu,“ segir Daníel Freyr Hjartarson tölvunarfræðinemi í samtali við Vísi. Daníel lauk á dögunum við að smíða spegil sem er ansi sérstakur. Daníel vantaði spegil og ákvað að það væri ekki bara nóg að fara í IKEA og versla slíkan. Þess í stað keypti hann cool-lite gler, sem hann segir að sé í raun nokkuð venjulegt sólgler, og setti það yfir tölvuskjá. Upp á tölvuskjáinn varpar hann hinum ýmsu upplýsingum með lítilli Raspberry Pi tölvu. „Gæjarnir í versluninni göptu þegar ég sagði þeim hvað ég ætlaði að nota glerið í.“Daníel Freyr Hjartarson„Tölvan sækir upplýsingar úr iCalendar hjá mér og síðan uppfærir hún veðrið með hjálp norsku veðurstofunnar,“ segir hann. Aðspurður segir hann að það verði forvitnilegt að sjá hvort hann verði stundvísari vegna þessa. „Það er allavega ljóst að ég mun klæða mig eftir veðri,“ segir hann og hlær. Daníel er 23 ára tölvunarfræðinemi en í vor lauk hann BS gráðu í vélaverkfræði. Hann er ekki ókunnugur því að leysa hin ýmsu vandamál en hann hefur undanfarin tvö ár komið að smíði kappakstursbíls Team Spark. „Þetta er í raun og veru ekkert mál ef maður bara gefur sér tíma í þetta. Hver sem er getur gert þetta í raun,“ segir hann en hann stefnir að því að stofna bloggsíðu og setja ferlið við gerð spegilsins þar inn. „Ég veit ekkert hvenær ég hef tíma í það en það er stefnan. Ef fólk hefur áhuga á að smíða svona apparat getur það pikkað í mig og ég reyni að aðstoða eftir fremsta megni.“ Daníel deildi afrakstrinum á Facebook og viðbrögðin stóðu ekki á sér. „Alltaf þegar fólk spurði hvað ég væri að smíða og ég sagði að þetta væri spegill þá hló það að mér en núna skilur það mig. Félagi minn hringdi til að mynda í mig og sagði að þetta væri með því svalara sem hann hefði séð,“ segir hann. „Þetta er klárlega viðskiptahugmynd en ég hef bara engan tíma til að vera eitthvað brasa í þessu og markaðssetja þetta,“ segir Daníel að lokum.
Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira