Skorar á þjóð sína að þrýsta á þingið Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. október 2015 08:00 Obama Bandaríkjaforseti segist ekki fær um að breyta lögum um byssueign upp á eigin spýtur og skoraði á þjóðina að ganga í lið með sér. Vísir/EPA Bandaríkin Barack Obama Bandaríkjaforseti fór ekki dult með það, í ávarpi sínu til þjóðarinnar í fyrrakvöld eftir skotárásina í Oregon, að hann væri búinn að fá alveg nóg af því að ávarpa þjóðina í kjölfar skotárása og fjöldamorða. „Við erum ekki eina landið í heiminum sem á sér fólk með geðsjúkdóma eða fólk sem vill valda öðrum skaða,“ sagði Obama. „En við erum eina þróaða landið hér á jörðu sem upplifir þessar fjöldaskotárásir á nokkurra mánaða fresti.“ Hann sagðist ekki geta gert neitt til þess að breyta þessu upp á eigin spýtur: „Ég þarf að hafa þjóðþingið með mér og ég þarf að hafa ríkisþing og ríkisstjóra sem vilja vinna með mér að þessu.“ Hann skoraði því á almenning að reyna að hafa áhrif á stjórnmálamenn til þess að koma á breytingum á reglum um byssueign. Jafnframt skoraði hann á fjölmiðla að birta tölur um það hve margir láta lífið árlega í Bandaríkjunum af völdum skotárása og bera það saman við það hve margir láta þar lífið árlega af völdum hryðjuverka. Bandarískir fjölmiðlar brugðust sumir hverjir fljótt við þessu, þar á meðal fréttavefurinn Vox og má sjá tölurnar hér á síðunni, sem taka til áranna 2001 til 2011. Dagblaðið Washington Post birti einnig tölur um skotárásir það sem af er þessu ári. Þar kemur fram að 294 skotárásir hafi verið framdar á þeim 274 dögum sem liðnir voru af árinu. Þetta þýðir að meira en ein skotárás er á dag, og er þá miðað við árásir þar sem fjórir eða fleiri látast eða særast. „Ég vona og bið um að ég þurfi ekki að stíga fram aftur meðan ég er í þessu embætti og segja að ég samhryggist fjölskyldum í þessum aðstæðum. En reynsla mín sem forseti segir mér að ég geti ekki lofað því. Og það er hræðilegt að segja,“ sagði Obama. Morðinginn að þessu sinni hét Chris Harper Mercer, 26 ára gamall og sagður fæddur á Englandi en bjó með móður sinni skammt frá skólanum sem hann valdi til að fremja fjöldamorð í. Hann var með þrjár byssur á sér, bæði skammbyssur og riffil, og myrti níu manns og særði sjö. Sjálfur féll hann svo í skotbardaga við lögreglu. „Hann virðist hafa verið reiður ungur maður og mjög fullur haturs,“ höfðu fjölmiðlar eftir einum lögreglumannanna sem unnu að málinu.Í krafti peningavalds Landssamband bandarískra byssueigenda, NRA, heldur uppi miklum þrýstingi á bandaríska þingmenn og aðra ráðamenn. Með góðum árangri, enda skortir NRA ekki fé. Peningarnir berast í stríðum straumum frá vopnaframleiðendum, sem vilja endilega fá að selja Bandaríkjamönnum fleiri og dýrari byssur. Ársveltan er um 250 milljónir dala og drjúgur hluti fjárins kemur beint frá bandarískum vopnaframleiðendum. NRA notar peningana meðal annars til að gefa í kosningasjóði stjórnmálamanna, sem í staðinn sýna stuðning við málstað vopnaframleiðendanna. Málstaðurinn snýst aðallega um að hafna hertum reglum um byssueign. Baráttan snýst þessi misserin einna helst um það, hvort gera eigi byssukaupendum skylt að undirgangast bakgrunnsathugun áður en þeir fá að kaupa skotvopn. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Bandaríkin Barack Obama Bandaríkjaforseti fór ekki dult með það, í ávarpi sínu til þjóðarinnar í fyrrakvöld eftir skotárásina í Oregon, að hann væri búinn að fá alveg nóg af því að ávarpa þjóðina í kjölfar skotárása og fjöldamorða. „Við erum ekki eina landið í heiminum sem á sér fólk með geðsjúkdóma eða fólk sem vill valda öðrum skaða,“ sagði Obama. „En við erum eina þróaða landið hér á jörðu sem upplifir þessar fjöldaskotárásir á nokkurra mánaða fresti.“ Hann sagðist ekki geta gert neitt til þess að breyta þessu upp á eigin spýtur: „Ég þarf að hafa þjóðþingið með mér og ég þarf að hafa ríkisþing og ríkisstjóra sem vilja vinna með mér að þessu.“ Hann skoraði því á almenning að reyna að hafa áhrif á stjórnmálamenn til þess að koma á breytingum á reglum um byssueign. Jafnframt skoraði hann á fjölmiðla að birta tölur um það hve margir láta lífið árlega í Bandaríkjunum af völdum skotárása og bera það saman við það hve margir láta þar lífið árlega af völdum hryðjuverka. Bandarískir fjölmiðlar brugðust sumir hverjir fljótt við þessu, þar á meðal fréttavefurinn Vox og má sjá tölurnar hér á síðunni, sem taka til áranna 2001 til 2011. Dagblaðið Washington Post birti einnig tölur um skotárásir það sem af er þessu ári. Þar kemur fram að 294 skotárásir hafi verið framdar á þeim 274 dögum sem liðnir voru af árinu. Þetta þýðir að meira en ein skotárás er á dag, og er þá miðað við árásir þar sem fjórir eða fleiri látast eða særast. „Ég vona og bið um að ég þurfi ekki að stíga fram aftur meðan ég er í þessu embætti og segja að ég samhryggist fjölskyldum í þessum aðstæðum. En reynsla mín sem forseti segir mér að ég geti ekki lofað því. Og það er hræðilegt að segja,“ sagði Obama. Morðinginn að þessu sinni hét Chris Harper Mercer, 26 ára gamall og sagður fæddur á Englandi en bjó með móður sinni skammt frá skólanum sem hann valdi til að fremja fjöldamorð í. Hann var með þrjár byssur á sér, bæði skammbyssur og riffil, og myrti níu manns og særði sjö. Sjálfur féll hann svo í skotbardaga við lögreglu. „Hann virðist hafa verið reiður ungur maður og mjög fullur haturs,“ höfðu fjölmiðlar eftir einum lögreglumannanna sem unnu að málinu.Í krafti peningavalds Landssamband bandarískra byssueigenda, NRA, heldur uppi miklum þrýstingi á bandaríska þingmenn og aðra ráðamenn. Með góðum árangri, enda skortir NRA ekki fé. Peningarnir berast í stríðum straumum frá vopnaframleiðendum, sem vilja endilega fá að selja Bandaríkjamönnum fleiri og dýrari byssur. Ársveltan er um 250 milljónir dala og drjúgur hluti fjárins kemur beint frá bandarískum vopnaframleiðendum. NRA notar peningana meðal annars til að gefa í kosningasjóði stjórnmálamanna, sem í staðinn sýna stuðning við málstað vopnaframleiðendanna. Málstaðurinn snýst aðallega um að hafna hertum reglum um byssueign. Baráttan snýst þessi misserin einna helst um það, hvort gera eigi byssukaupendum skylt að undirgangast bakgrunnsathugun áður en þeir fá að kaupa skotvopn.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira