Drón á sveimi við Seðlabanka Íslands Una Sighvatsdóttir skrifar 2. október 2015 19:13 Þess eru dæmi að ómönnuð loftför séu á ferli nær opinberum stofnunum en starfsfólk þeirra kærir sig um. Þetta á meðal annars við um Seðlabanka Íslands, þar sem oftar en einu sinni hefur gerst að starfsfólk verði vart við drón á flugi óþægilega nærri gluggum, á skrifstofum þar sem sýslað er með ýmsar trúnaðarupplýsingar. Nýjasta dæmið var nú fyrir skömmu þegar starfsmaður á efri hæðum bankans sá drón í kyrrstöðu í um 4 metra fjarlægð frá glugganum. Þegar hann stóð upp til að skoða drónið nánar, þá flaug það burt í skyndingu og hvarf fyrir horn Ekki er vitað hvort stjórnandi drónsins hafði eitthvað misjafnt í huga en til að fyrirbyggja að slíkt geti gerst stendur til að setja reglugerð, þar sem meðal annars er ákvæði um að ekki sé heimilt„að fljúga loftfari innan 150 m fjarlægðar frá forsetabústað, ráðuneytum eða öðrum opinberum byggingum, þ. á m. lögreglustöðvum og fangelsum.“ Samgöngustofa skilaði drögum að reglugerðinni til innanríkisráðuneytisins í sumar en dregist hefur að drögin séu kynnt opinberlega til umsagnar. Brandur Bjarnason Karlsson, formaður Flygildafélags Íslands segir að óorðið sem drón hafi á sér stafi fyrst og fremst af hernaðardrónum í Bandaríkjunum. Flygildi séu þó fyrst og fremst spennandi tækni sem bjóði upp á mikil tækifæri og atvinnumöguleika, meðal annars fyrir fatlaða. Hann segir slæmt ef setning nýrrar reglugerðar stýrist af óttaviðbragði. „Eins og með alla nýja tækni þá á fólk það til að hafa áhyggjur svona fyrst um sinn. En við höfum áhyggjur af því að það verði setta er einhverjar reglugerðir sem útiloka alls konar tækifæri sem yrðu okkur öllum til góðs," segir Brandur. Hægt sé að misnota drón eins og alla aðra tækni, en það eitt og sér sé ekki tilefni til að banna hana. Brandur nefnir sem dæmi að í Bandaríkjunum hafi verið sett fremur ströng löggjöf um drónanotkun almennra borgara, á meðan reglur séu mun opnari í Asíu. Nú séu Bandaríkjamenn aftur að slaka á löggjöfinni þegar renni upp fyrir þeim hve mikil tækifæri séu í notkun dróna. Flygildafélag Íslands var stofnað í sumar og telur nú þegar hátt í 400 meðlimi sem ýmist eiga drón eða eru áhugasamir um að eignast slík tæki. „Flygildi er breið flóra, þetta er ekki eitthvað eitt fyrirbæria sem er hægt að setja eina reglugerð um," segir Brandur. „Við myndum vilja sjá opnað fyrir þróunina á að nota þetta, til dæmis í björgunarstörf." Mest lesið „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Innlent Fleiri fréttir Einstaklingur féll af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Þess eru dæmi að ómönnuð loftför séu á ferli nær opinberum stofnunum en starfsfólk þeirra kærir sig um. Þetta á meðal annars við um Seðlabanka Íslands, þar sem oftar en einu sinni hefur gerst að starfsfólk verði vart við drón á flugi óþægilega nærri gluggum, á skrifstofum þar sem sýslað er með ýmsar trúnaðarupplýsingar. Nýjasta dæmið var nú fyrir skömmu þegar starfsmaður á efri hæðum bankans sá drón í kyrrstöðu í um 4 metra fjarlægð frá glugganum. Þegar hann stóð upp til að skoða drónið nánar, þá flaug það burt í skyndingu og hvarf fyrir horn Ekki er vitað hvort stjórnandi drónsins hafði eitthvað misjafnt í huga en til að fyrirbyggja að slíkt geti gerst stendur til að setja reglugerð, þar sem meðal annars er ákvæði um að ekki sé heimilt„að fljúga loftfari innan 150 m fjarlægðar frá forsetabústað, ráðuneytum eða öðrum opinberum byggingum, þ. á m. lögreglustöðvum og fangelsum.“ Samgöngustofa skilaði drögum að reglugerðinni til innanríkisráðuneytisins í sumar en dregist hefur að drögin séu kynnt opinberlega til umsagnar. Brandur Bjarnason Karlsson, formaður Flygildafélags Íslands segir að óorðið sem drón hafi á sér stafi fyrst og fremst af hernaðardrónum í Bandaríkjunum. Flygildi séu þó fyrst og fremst spennandi tækni sem bjóði upp á mikil tækifæri og atvinnumöguleika, meðal annars fyrir fatlaða. Hann segir slæmt ef setning nýrrar reglugerðar stýrist af óttaviðbragði. „Eins og með alla nýja tækni þá á fólk það til að hafa áhyggjur svona fyrst um sinn. En við höfum áhyggjur af því að það verði setta er einhverjar reglugerðir sem útiloka alls konar tækifæri sem yrðu okkur öllum til góðs," segir Brandur. Hægt sé að misnota drón eins og alla aðra tækni, en það eitt og sér sé ekki tilefni til að banna hana. Brandur nefnir sem dæmi að í Bandaríkjunum hafi verið sett fremur ströng löggjöf um drónanotkun almennra borgara, á meðan reglur séu mun opnari í Asíu. Nú séu Bandaríkjamenn aftur að slaka á löggjöfinni þegar renni upp fyrir þeim hve mikil tækifæri séu í notkun dróna. Flygildafélag Íslands var stofnað í sumar og telur nú þegar hátt í 400 meðlimi sem ýmist eiga drón eða eru áhugasamir um að eignast slík tæki. „Flygildi er breið flóra, þetta er ekki eitthvað eitt fyrirbæria sem er hægt að setja eina reglugerð um," segir Brandur. „Við myndum vilja sjá opnað fyrir þróunina á að nota þetta, til dæmis í björgunarstörf."
Mest lesið „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Innlent Fleiri fréttir Einstaklingur féll af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Sjá meira