Drón á sveimi við Seðlabanka Íslands Una Sighvatsdóttir skrifar 2. október 2015 19:13 Þess eru dæmi að ómönnuð loftför séu á ferli nær opinberum stofnunum en starfsfólk þeirra kærir sig um. Þetta á meðal annars við um Seðlabanka Íslands, þar sem oftar en einu sinni hefur gerst að starfsfólk verði vart við drón á flugi óþægilega nærri gluggum, á skrifstofum þar sem sýslað er með ýmsar trúnaðarupplýsingar. Nýjasta dæmið var nú fyrir skömmu þegar starfsmaður á efri hæðum bankans sá drón í kyrrstöðu í um 4 metra fjarlægð frá glugganum. Þegar hann stóð upp til að skoða drónið nánar, þá flaug það burt í skyndingu og hvarf fyrir horn Ekki er vitað hvort stjórnandi drónsins hafði eitthvað misjafnt í huga en til að fyrirbyggja að slíkt geti gerst stendur til að setja reglugerð, þar sem meðal annars er ákvæði um að ekki sé heimilt„að fljúga loftfari innan 150 m fjarlægðar frá forsetabústað, ráðuneytum eða öðrum opinberum byggingum, þ. á m. lögreglustöðvum og fangelsum.“ Samgöngustofa skilaði drögum að reglugerðinni til innanríkisráðuneytisins í sumar en dregist hefur að drögin séu kynnt opinberlega til umsagnar. Brandur Bjarnason Karlsson, formaður Flygildafélags Íslands segir að óorðið sem drón hafi á sér stafi fyrst og fremst af hernaðardrónum í Bandaríkjunum. Flygildi séu þó fyrst og fremst spennandi tækni sem bjóði upp á mikil tækifæri og atvinnumöguleika, meðal annars fyrir fatlaða. Hann segir slæmt ef setning nýrrar reglugerðar stýrist af óttaviðbragði. „Eins og með alla nýja tækni þá á fólk það til að hafa áhyggjur svona fyrst um sinn. En við höfum áhyggjur af því að það verði setta er einhverjar reglugerðir sem útiloka alls konar tækifæri sem yrðu okkur öllum til góðs," segir Brandur. Hægt sé að misnota drón eins og alla aðra tækni, en það eitt og sér sé ekki tilefni til að banna hana. Brandur nefnir sem dæmi að í Bandaríkjunum hafi verið sett fremur ströng löggjöf um drónanotkun almennra borgara, á meðan reglur séu mun opnari í Asíu. Nú séu Bandaríkjamenn aftur að slaka á löggjöfinni þegar renni upp fyrir þeim hve mikil tækifæri séu í notkun dróna. Flygildafélag Íslands var stofnað í sumar og telur nú þegar hátt í 400 meðlimi sem ýmist eiga drón eða eru áhugasamir um að eignast slík tæki. „Flygildi er breið flóra, þetta er ekki eitthvað eitt fyrirbæria sem er hægt að setja eina reglugerð um," segir Brandur. „Við myndum vilja sjá opnað fyrir þróunina á að nota þetta, til dæmis í björgunarstörf." Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Sjá meira
Þess eru dæmi að ómönnuð loftför séu á ferli nær opinberum stofnunum en starfsfólk þeirra kærir sig um. Þetta á meðal annars við um Seðlabanka Íslands, þar sem oftar en einu sinni hefur gerst að starfsfólk verði vart við drón á flugi óþægilega nærri gluggum, á skrifstofum þar sem sýslað er með ýmsar trúnaðarupplýsingar. Nýjasta dæmið var nú fyrir skömmu þegar starfsmaður á efri hæðum bankans sá drón í kyrrstöðu í um 4 metra fjarlægð frá glugganum. Þegar hann stóð upp til að skoða drónið nánar, þá flaug það burt í skyndingu og hvarf fyrir horn Ekki er vitað hvort stjórnandi drónsins hafði eitthvað misjafnt í huga en til að fyrirbyggja að slíkt geti gerst stendur til að setja reglugerð, þar sem meðal annars er ákvæði um að ekki sé heimilt„að fljúga loftfari innan 150 m fjarlægðar frá forsetabústað, ráðuneytum eða öðrum opinberum byggingum, þ. á m. lögreglustöðvum og fangelsum.“ Samgöngustofa skilaði drögum að reglugerðinni til innanríkisráðuneytisins í sumar en dregist hefur að drögin séu kynnt opinberlega til umsagnar. Brandur Bjarnason Karlsson, formaður Flygildafélags Íslands segir að óorðið sem drón hafi á sér stafi fyrst og fremst af hernaðardrónum í Bandaríkjunum. Flygildi séu þó fyrst og fremst spennandi tækni sem bjóði upp á mikil tækifæri og atvinnumöguleika, meðal annars fyrir fatlaða. Hann segir slæmt ef setning nýrrar reglugerðar stýrist af óttaviðbragði. „Eins og með alla nýja tækni þá á fólk það til að hafa áhyggjur svona fyrst um sinn. En við höfum áhyggjur af því að það verði setta er einhverjar reglugerðir sem útiloka alls konar tækifæri sem yrðu okkur öllum til góðs," segir Brandur. Hægt sé að misnota drón eins og alla aðra tækni, en það eitt og sér sé ekki tilefni til að banna hana. Brandur nefnir sem dæmi að í Bandaríkjunum hafi verið sett fremur ströng löggjöf um drónanotkun almennra borgara, á meðan reglur séu mun opnari í Asíu. Nú séu Bandaríkjamenn aftur að slaka á löggjöfinni þegar renni upp fyrir þeim hve mikil tækifæri séu í notkun dróna. Flygildafélag Íslands var stofnað í sumar og telur nú þegar hátt í 400 meðlimi sem ýmist eiga drón eða eru áhugasamir um að eignast slík tæki. „Flygildi er breið flóra, þetta er ekki eitthvað eitt fyrirbæria sem er hægt að setja eina reglugerð um," segir Brandur. „Við myndum vilja sjá opnað fyrir þróunina á að nota þetta, til dæmis í björgunarstörf."
Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Sjá meira