Sprengjum varpað á óvini Assads forseta Guðsteinn Bjarnason skrifar 2. október 2015 07:00 Rússar hafa varpað sprengjum í gríð og erg á svæði uppreisnarmanna í nágrenni Homs. nordicphotos/AFP Frásagnir vitna á jörðu niðri í Sýrlandi segja loftárásir Rússa til þessa einkum hafa beinst að uppreisnarhópum gegn Bashar al Assad forseta. Rússar hafi látið vígasveitir Íslamska ríkisins eiga sig. Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins heldur því samt fram að árásirnar beinist gegn Íslamska ríkinu. Sprengjum hafi verið varpað á tugi skotmarka og meðal annars hafi tekist að eyðileggja eina stjórnstöð og tvær vopnageymslur. Árásirnar hófust á miðvikudag og héldu áfram í gær. Rússar hafa notað meira en 50 herþotur, ásamt drónum og gervihnöttum til að miða út skotmörk. Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði loftárásir Rússa vera olíu á eld átakanna í Sýrlandi. „Rússar segjast annars vegar ætla að berjast gegn Íslamska ríkinu, hins vegar að styðja stjórn Bashar al Assads,“ sagði Carter, og tók fram að árásunum virðist beint gegn óvinum Assads almennt, ekki eingöngu Íslamska ríkinu.Vladimír Pútín á leið til fundar í Kreml.nordicphotos/AFPVladimír Pútín Rússlandsforseti fullyrti á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York fyrir fáum dögum að hófsamari uppreisnarhópar í Sýrlandi, sem notið hafa stuðnings Vesturlanda, berjist með Íslamska ríkinu. Og Pútín hafði „hófsamari“ innan gæsalappa í ræðu sinni: „Þeir fá vopn og þjálfun, og svo hlaupast þeir undan merkjum og ganga til liðs við hið svonefnda Íslamska ríki.“ Hann sagði það vera ábyrgðarlaust af Bandaríkjunum að notfæra sér öfgahópa til að ná fram pólitískum markmiðum sínum, „í þeirri von að seinna meir getið þið fundið leiðir til þess að losna við þá eða útrýma þeim með einhverjum hætti.“ Hann tók jafnframt fram að hernaður Rússa í Sýrlandi muni alfarið takmarkast við loftárásir. Ekki standi til að fara út í hernað á landi. Styrjöldin í Sýrlandi hefur nú staðið yfir í meira en fjögur og hálft ár. Átökin hafa kostað meira en 250 þúsund manns lífið. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Frásagnir vitna á jörðu niðri í Sýrlandi segja loftárásir Rússa til þessa einkum hafa beinst að uppreisnarhópum gegn Bashar al Assad forseta. Rússar hafi látið vígasveitir Íslamska ríkisins eiga sig. Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins heldur því samt fram að árásirnar beinist gegn Íslamska ríkinu. Sprengjum hafi verið varpað á tugi skotmarka og meðal annars hafi tekist að eyðileggja eina stjórnstöð og tvær vopnageymslur. Árásirnar hófust á miðvikudag og héldu áfram í gær. Rússar hafa notað meira en 50 herþotur, ásamt drónum og gervihnöttum til að miða út skotmörk. Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði loftárásir Rússa vera olíu á eld átakanna í Sýrlandi. „Rússar segjast annars vegar ætla að berjast gegn Íslamska ríkinu, hins vegar að styðja stjórn Bashar al Assads,“ sagði Carter, og tók fram að árásunum virðist beint gegn óvinum Assads almennt, ekki eingöngu Íslamska ríkinu.Vladimír Pútín á leið til fundar í Kreml.nordicphotos/AFPVladimír Pútín Rússlandsforseti fullyrti á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York fyrir fáum dögum að hófsamari uppreisnarhópar í Sýrlandi, sem notið hafa stuðnings Vesturlanda, berjist með Íslamska ríkinu. Og Pútín hafði „hófsamari“ innan gæsalappa í ræðu sinni: „Þeir fá vopn og þjálfun, og svo hlaupast þeir undan merkjum og ganga til liðs við hið svonefnda Íslamska ríki.“ Hann sagði það vera ábyrgðarlaust af Bandaríkjunum að notfæra sér öfgahópa til að ná fram pólitískum markmiðum sínum, „í þeirri von að seinna meir getið þið fundið leiðir til þess að losna við þá eða útrýma þeim með einhverjum hætti.“ Hann tók jafnframt fram að hernaður Rússa í Sýrlandi muni alfarið takmarkast við loftárásir. Ekki standi til að fara út í hernað á landi. Styrjöldin í Sýrlandi hefur nú staðið yfir í meira en fjögur og hálft ár. Átökin hafa kostað meira en 250 þúsund manns lífið.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira