Ætlar að spila áfram með grímuna í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2015 16:00 Mike Conley með grímuna. Vísir/EPA Mike Conley, leikstjórnandi NBA-liðsins Memphis Grizzlies, þarf ekki lengur að spila með hlífðargrímu yfir andlitinu en hann ætlar samt að gera það á komandi tímabili. Conley kinnbeinsbrotnaði í leik með Grizzlies í úrslitakeppninni síðasta vor en brotið hefur nú alveg gróið og hann er sem nýr. Conley hélt áfram að spila eftir að hann fékk grænt ljós frá læknum en notaði þá grímu til varnar, „Ég ætla að halda áfram að nota hana. Það er þægilegra að vita af henni nú þegar ég er alltaf að fá högg í andlitið. Ég er lítill pjakkur og er að hlaupa í kringum olnboga allan leikinn," sagði Mike Conley í viðtali við Associated Press. Tvær stálplötur voru græddar í andlit Conley síðasta vor til að laga brotin bein í kringum vinstra auga hans eftir að hann fékk vænt olnbogaskot frá Portland-manninum C.J. McCollum. Conley missti aðeins úr þrjá leiki og skoraði síðan 22 stig í fyrsta leiknum sínum eftir meiðslin þar sem að Memphis Grizzlies vann 97-90 sigur á Portland. Mike Conley er einn af vanmetnustu leikstjórnendum NBA-deildarinnar en hann hefur fyrir löngu sannað hversu harður hann er af sér með því að spila ítrekað í gegnum meiðsli. Memphis Grizzlies hefur notað magnaða frammistöðu hans í úrslitakeppninni síðasta vor til að sýna körfuboltaheiminum úr hverju leikstjórnandi liðsins er gerður. Mike Conley er 27 ára gamall og er að fara byrja sitt níunda tímabil með Memphis Grizzlies í NBA-deildinni. Hann var með 15,8 stig og 5,4 stoðsendingar að meðaltali á síðasta tímabili. Spænski miðherjinn Marc Gasol segir Conley margoft hafa fórnað tölunum sínum til að hjálpa Grizzlies-liðinu að viunna. „Það sem hann gerði í úrslitakeppninni, ekki að spila með grímuna heldur með brotin undir grímunni, gerði hann að allt öðrum manni," sagði Gasol. Gasol og fleiri liðsfélagar búast við því að Mike Conley eigi frábært tímabil í vetur og eru að spá því að vinni sér sæti í Stjörnuliði Vesturdeildarinnar. NBA Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira
Mike Conley, leikstjórnandi NBA-liðsins Memphis Grizzlies, þarf ekki lengur að spila með hlífðargrímu yfir andlitinu en hann ætlar samt að gera það á komandi tímabili. Conley kinnbeinsbrotnaði í leik með Grizzlies í úrslitakeppninni síðasta vor en brotið hefur nú alveg gróið og hann er sem nýr. Conley hélt áfram að spila eftir að hann fékk grænt ljós frá læknum en notaði þá grímu til varnar, „Ég ætla að halda áfram að nota hana. Það er þægilegra að vita af henni nú þegar ég er alltaf að fá högg í andlitið. Ég er lítill pjakkur og er að hlaupa í kringum olnboga allan leikinn," sagði Mike Conley í viðtali við Associated Press. Tvær stálplötur voru græddar í andlit Conley síðasta vor til að laga brotin bein í kringum vinstra auga hans eftir að hann fékk vænt olnbogaskot frá Portland-manninum C.J. McCollum. Conley missti aðeins úr þrjá leiki og skoraði síðan 22 stig í fyrsta leiknum sínum eftir meiðslin þar sem að Memphis Grizzlies vann 97-90 sigur á Portland. Mike Conley er einn af vanmetnustu leikstjórnendum NBA-deildarinnar en hann hefur fyrir löngu sannað hversu harður hann er af sér með því að spila ítrekað í gegnum meiðsli. Memphis Grizzlies hefur notað magnaða frammistöðu hans í úrslitakeppninni síðasta vor til að sýna körfuboltaheiminum úr hverju leikstjórnandi liðsins er gerður. Mike Conley er 27 ára gamall og er að fara byrja sitt níunda tímabil með Memphis Grizzlies í NBA-deildinni. Hann var með 15,8 stig og 5,4 stoðsendingar að meðaltali á síðasta tímabili. Spænski miðherjinn Marc Gasol segir Conley margoft hafa fórnað tölunum sínum til að hjálpa Grizzlies-liðinu að viunna. „Það sem hann gerði í úrslitakeppninni, ekki að spila með grímuna heldur með brotin undir grímunni, gerði hann að allt öðrum manni," sagði Gasol. Gasol og fleiri liðsfélagar búast við því að Mike Conley eigi frábært tímabil í vetur og eru að spá því að vinni sér sæti í Stjörnuliði Vesturdeildarinnar.
NBA Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn