Ekki hægt að taka út meiri launahækkanir umfram framleiðniaukningu Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2015 15:42 Bjarni Benediktsson. vísir/pjetur Íslendingar geta ekki tekið út meiri launahækkanir en framleiðniaukning í landinu segir til um. Unnið er að því að koma með lausn á þeim kjaradeilum sem standa yfir á milli ríkisins og SFR í þessum töluðum orðum sem mun vonandi leiða til nýs vinnumarkaðslíkans. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag þegar Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði hvernig stæði á því að allar viðræður ríkisins, sem fjármálaráðherra ber ábyrgð á, við aðila á vinnumarkaðnum enda í hnút. Svandís benti á að verkfall félagsmanna SFR, sem nú stendur yfir, sé fjórða verkfallið á einu ári. Félagsmenn SFR hafa verið samningslausir á sjötta mánuð og sagði Svandís að þeir færu fram á sambærilegar kjarabætur og aðrar hærri launaðar stéttir hafa fengið. Spurði Svandís hvort krafa félagsmanna SFR væri ekki sanngjörn, að fara fram á sömu kjarabætur og gerðardómur kvað um í kjaradeilu BHM við ríkið.Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks VG.Bjarni sagðist vilja meina að Íslendingar hefðu aldrei verið nær því að gera breytingar á vinnumarkaðslíkaninu. Á meðan þessi umræða átti sér stað á Alþingi fór fram samningafundur á milli ríkisins og SFR og sagði Bjarni því samtalið vera lifandi og vonaðist hann til að það bæri ávöxt. Hann sagðist vera orðinn talsvert leiður á því að þessum kjaradeilum væri ávallt stillt upp með jafn einföldum hætti. Hann hafi heyrt sömu rullu í læknaverkfallinu, kennaradeilunni og þegar verkfall hjúkrunarfræðinga stóð yfir. Hann sagði að á sama tíma hækkaði Seðlabankinn vexti og að útreikningar sýndu að með þessum hækkunum væru Íslendingar að sigla inn í skeið verðbólgu og hærri vaxta. Hann sagði Íslendinga þurfa að lúta sömu lögmálum og aðrir. Ekki væri hægt að taka út meiri launahækkanir umfram framleiðniaukningu. Hann sagði að unnið væri að lausn í málinu og vonandi myndir nást úr því samtali nýtt vinnumarkaðslíkan. Svandís steig aftur í pontu og spurði ráðherra hvort honum þætti eðlilegt að halda þessum stéttum niðri sem nú eru í kjaraviðræðum. Spurði hún aftur hvort það væri ósanngjarnt að fá jafn miklar hækkanir og í gerðardómi. Bjarni sagði þetta vera sögu deilna á vinnumarkaði, hvers vegna fá ekki allir jafn mikla hækkun og sá sem mest fékk. Þetta sé ástæðan fyrir því að aðilir komi sundraðir að samningaborðinu. „Með því að taka skurðstofur í gíslingu, lama samgöngur til og frá landinu, lama starfsemi mikilvægra stofnanna,“ sagði Bjarni sem sagði ekki þurfa að leita að dæmum í nútímanum því þetta væri saga kjaradeilna undanfarna áratugi á Íslandi. Bjarni sagðist til að mynda hafa verið einn af þeim nemendum Menntaskólans í Reykjavík sem ekki útskrifuðust eftir próf vegna verkfalls og þurfti að gefa kennaraeinkunnir. „Þetta er saga vinnumarkaðarins,“ sagði Bjarni. Hann sagði viðræður í gangi og verið sé að reyna að finna lausn á þessum deilum. Alþingi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Íslendingar geta ekki tekið út meiri launahækkanir en framleiðniaukning í landinu segir til um. Unnið er að því að koma með lausn á þeim kjaradeilum sem standa yfir á milli ríkisins og SFR í þessum töluðum orðum sem mun vonandi leiða til nýs vinnumarkaðslíkans. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag þegar Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði hvernig stæði á því að allar viðræður ríkisins, sem fjármálaráðherra ber ábyrgð á, við aðila á vinnumarkaðnum enda í hnút. Svandís benti á að verkfall félagsmanna SFR, sem nú stendur yfir, sé fjórða verkfallið á einu ári. Félagsmenn SFR hafa verið samningslausir á sjötta mánuð og sagði Svandís að þeir færu fram á sambærilegar kjarabætur og aðrar hærri launaðar stéttir hafa fengið. Spurði Svandís hvort krafa félagsmanna SFR væri ekki sanngjörn, að fara fram á sömu kjarabætur og gerðardómur kvað um í kjaradeilu BHM við ríkið.Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks VG.Bjarni sagðist vilja meina að Íslendingar hefðu aldrei verið nær því að gera breytingar á vinnumarkaðslíkaninu. Á meðan þessi umræða átti sér stað á Alþingi fór fram samningafundur á milli ríkisins og SFR og sagði Bjarni því samtalið vera lifandi og vonaðist hann til að það bæri ávöxt. Hann sagðist vera orðinn talsvert leiður á því að þessum kjaradeilum væri ávallt stillt upp með jafn einföldum hætti. Hann hafi heyrt sömu rullu í læknaverkfallinu, kennaradeilunni og þegar verkfall hjúkrunarfræðinga stóð yfir. Hann sagði að á sama tíma hækkaði Seðlabankinn vexti og að útreikningar sýndu að með þessum hækkunum væru Íslendingar að sigla inn í skeið verðbólgu og hærri vaxta. Hann sagði Íslendinga þurfa að lúta sömu lögmálum og aðrir. Ekki væri hægt að taka út meiri launahækkanir umfram framleiðniaukningu. Hann sagði að unnið væri að lausn í málinu og vonandi myndir nást úr því samtali nýtt vinnumarkaðslíkan. Svandís steig aftur í pontu og spurði ráðherra hvort honum þætti eðlilegt að halda þessum stéttum niðri sem nú eru í kjaraviðræðum. Spurði hún aftur hvort það væri ósanngjarnt að fá jafn miklar hækkanir og í gerðardómi. Bjarni sagði þetta vera sögu deilna á vinnumarkaði, hvers vegna fá ekki allir jafn mikla hækkun og sá sem mest fékk. Þetta sé ástæðan fyrir því að aðilir komi sundraðir að samningaborðinu. „Með því að taka skurðstofur í gíslingu, lama samgöngur til og frá landinu, lama starfsemi mikilvægra stofnanna,“ sagði Bjarni sem sagði ekki þurfa að leita að dæmum í nútímanum því þetta væri saga kjaradeilna undanfarna áratugi á Íslandi. Bjarni sagðist til að mynda hafa verið einn af þeim nemendum Menntaskólans í Reykjavík sem ekki útskrifuðust eftir próf vegna verkfalls og þurfti að gefa kennaraeinkunnir. „Þetta er saga vinnumarkaðarins,“ sagði Bjarni. Hann sagði viðræður í gangi og verið sé að reyna að finna lausn á þessum deilum.
Alþingi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira