Lífið

Brauðristir og hávaxið fólk nóg til að bregða þingmanni

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Brauðristir eru langt frá því að vera í uppáhaldi hjá Brynjari Níelssyni.
Brauðristir eru langt frá því að vera í uppáhaldi hjá Brynjari Níelssyni. vísir/stöð 2
Brynjar Níelsson kemst ekki í gegnum daginn nema að honum bregði. Stundum er nóg að einhver nálgist hann hratt í Kringlunni til að hann einfaldlega falli í gólfið. Ásgeir Erlendsson hitti Brynjar Níelsson í gær og var innslagið spilað í Ísland í dag.

„Þetta lýsir sér bara þannig að óvænt hljóð, jafnvel sem ég veit að eru að koma, ef þau koma snöggt þá kippist ég allur við. Það getur dugað að einhver hávaxinn labbi snöggt fram hjá mér,“ segir þingmaðurinn. „Í verstu tilfellunum þá dett ég niður á hnén og eitt sinn þá datt ég í brauðrekkann í Bónus eftir að það var klappað á bakið á mér.“

Eiginkona Brynjar segir að stundum sé þetta eins og grínskets en þessu fylgi vissulega alvara þar sem þessi ofsalegu viðbrögð geti tæplega verið holl fyrir hjartað.

Heimsókn Íslands í dag til Brynjars má sjá hér að neðan. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.