Erlent

Skutu niður dróna í lofthelgi Tyrkja

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ekki liggur fyrir á hvers vegum dróninn var.
Ekki liggur fyrir á hvers vegum dróninn var. Vísir/Getty
Tyrkneskar herþotur skutu niður ómerktan dróna í lofthelgi Tyrkja nærri Sýrlandi um hádegisbilið í dag. Ekki liggur fyrir á hvers vegum dróninn var.

Talsmaður Bandaríkjanna segir að yfirvöld þar í landi telji drónann frá Rússum kominn. Varnarmálayfirvöld í Rússlandi segja hins vegar að ekkert hafi komið fyrir dróna í þeirra eigu.

Þá hefur sýrlenski miðilinn Al-Mayadeen eftir ónafngreindum yfirmanni í sýrlenska hernum að hvorki herflugvél né dróni í eigu Rússa eða Sýrlendinga hafi verið skotin niður yfir Tyrklandi.

Fyrstu fregnir hermdu að um flugvél hefði verið að ræða en það var leiðrétt.

Guardian greinir frá.


Tengdar fréttir

Tyrkir ráku yfirmann lögreglunnar í Ankara

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, viðurkenndi að gallar hefðu verið á öryggismálum þegar 97 manns létu lífið í tveimur sjálfsmorðssprengingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×