Slökkviliðsstjóri með 22 ára reynslu rekinn vegna ósamþykktrar 250 þúsund króna launahækkunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2015 13:30 Kristján Einarsson hefur starfað hjá slökkviliðinu undanfarin 22 ár. Mynd/HSU/MHH Kristjáni Einarssyni, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu, var síðdegis í gær sagt upp störfum. Ástæðan er sú að fagráð brunavarna telur að hann hafi hækkað laun sín og aðstoðarslökkviliðsstjóra án þess að hafa til þess heimild. Deiluefnið er bakvaktagreiðslur sem virðast ekki hafa verið samþykktar á fundi stjórnar en Kristján segist þó hafa fengið grænt ljós á hjá þáverandi formanni stjórnar, Eyþóri Arnalds. Eyþór lét af störfum sem formaður stjórnar í árslok 2012. Á sama tíma var rekstrarforminu breytt og í stað stjórnar varð til fagráð Brunavarna Árnessýslu.Kristján segir uppsögnina, sem barst honum á heimili hans síðdegis í gær, hafa verið fyrirvaralausa. Hann hafi starfað hjá slökkviliðinu í 22 ár og alla tíð verið á bakvöktum án þess að þiggja fyrir þær greiðslur. Aðstoðarslökkviliðsstjórinn, sem Kristján réð til starfa fyrir nokkrum árum, hafi verið óánægður með launakjör sín og þá staðreynd að engar greiðslur fengust fyrir bakvaktir. Hann sagði upp störfum.Eyþór Arnalds er fyrrverandi formaður stjórnar Brunavarna Árnessýslu, nú fagráðs Brunavarna Árnessýslu. Hann hætti um áramótin 2012 til 2013 eða á sama tíma og rekstrarformi og nafni var breytt.Vísir/GVASegir Eyþór hafa gefið grænt ljós „Þáverandi formaður, Eyþór Arnalds, kom til mín og spurði mig hvort hann mætti færa varaslökkviliðsstjórann upp að mínum launum. Hann kemur svo eftir samningagerðina til mín og segir að ég eigi að færa hann upp um þennan launaflokk og hækka við hann yfirvinnuna,“ segir Kristján. Í framhaldinu hafi hann spurt Eyþór út í bakvaktagreiðslurnar þar sem aðstoðarslökkviliðsstjórinn hafi ekki sætt sig við að vera bundinn af bakvöktum án þess að fá greitt fyrir það. „Hann (Eyþór) sagði mér að svo yrði þá að vera ef það væri samkvæmt reglum að greiða bakvaktir,“ segir Kristján. Fagráð Brunavarna Árnessýslu, áður stjórn Brunavarna Árnessýslu, kannast hins vegar ekkert við að gefin hafi verið heimild fyrir slíku. „Ég hef aldrei heyrt þetta fyrr, hvorki frá Kristjáni eða Eyþór,“ segir Ari Björn Thorarensen, formaður fagráðsins. Hann segir uppsögnina alls ekki hafa verið fyrirvaralausa enda hafi þessi mál verið til umræðu síðan í vor. Ari Björn Thorarensen, formaður fagráðs Brunavarna Árnessýslu.Reiknar með málsókn Eyþór hætti í stjórninni áramótin 2013-2014 en Kristján og aðstoðarmaður hans hafa þegið bakvaktagreiðslur, 250 þúsund krónur á mánuði, frá fyrrnefndum áramótum. Reyndar hófust greiðslurnar í maí það ár en þeir fjórir mánuðir sem liðnir voru af árinu voru greiddir afturvikt. Ari segir að í lögum sé fjallað um ábyrgð slökkviliðsstjóra og að þeir séu alltaf á bakvakt. Hins vegar sé ekki bundin í lög að þeir eigi að þiggja sérstakar greiðslur fyrir bakvaktarstörf. Misjafnt sé hvernig þessu sé háttað um allt land. Algengast sé að slökkviliðsstjóri sé á mjög góðum launum „til að sjá um allt saman“. Hins vegar þekkist það líka að þeir fái sérstakar bakvaktagreiðslur. Hins vegar sé kýrskýrt að sögn Ara að engin samþykkt á stjórnarfundi fyrir bakvaktargreiðslum hafi legið fyrir. Stjórnin ætlar ekki að leita til lögreglu vegna málsins heldur eigi þau von á því að Kristján telji uppsögnina ólöglega og fari í mál. Bakvaktagreiðslum aðstoðarslökkviliðsstjórans var sagt upp í maí og er í uppsagnarferli. Kristján segir málið í höndum lögfræðings síns sem hafi sent fagráði skýringar sínar. Ekki náðist í Eyþór Arnalds, fyrrverandi formann stjórnar Brunavarna Árnessýslu, fyrir hádegi í dag þrátt fyrir endurteknar tilraunir. Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Kristjáni Einarssyni, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu, var síðdegis í gær sagt upp störfum. Ástæðan er sú að fagráð brunavarna telur að hann hafi hækkað laun sín og aðstoðarslökkviliðsstjóra án þess að hafa til þess heimild. Deiluefnið er bakvaktagreiðslur sem virðast ekki hafa verið samþykktar á fundi stjórnar en Kristján segist þó hafa fengið grænt ljós á hjá þáverandi formanni stjórnar, Eyþóri Arnalds. Eyþór lét af störfum sem formaður stjórnar í árslok 2012. Á sama tíma var rekstrarforminu breytt og í stað stjórnar varð til fagráð Brunavarna Árnessýslu.Kristján segir uppsögnina, sem barst honum á heimili hans síðdegis í gær, hafa verið fyrirvaralausa. Hann hafi starfað hjá slökkviliðinu í 22 ár og alla tíð verið á bakvöktum án þess að þiggja fyrir þær greiðslur. Aðstoðarslökkviliðsstjórinn, sem Kristján réð til starfa fyrir nokkrum árum, hafi verið óánægður með launakjör sín og þá staðreynd að engar greiðslur fengust fyrir bakvaktir. Hann sagði upp störfum.Eyþór Arnalds er fyrrverandi formaður stjórnar Brunavarna Árnessýslu, nú fagráðs Brunavarna Árnessýslu. Hann hætti um áramótin 2012 til 2013 eða á sama tíma og rekstrarformi og nafni var breytt.Vísir/GVASegir Eyþór hafa gefið grænt ljós „Þáverandi formaður, Eyþór Arnalds, kom til mín og spurði mig hvort hann mætti færa varaslökkviliðsstjórann upp að mínum launum. Hann kemur svo eftir samningagerðina til mín og segir að ég eigi að færa hann upp um þennan launaflokk og hækka við hann yfirvinnuna,“ segir Kristján. Í framhaldinu hafi hann spurt Eyþór út í bakvaktagreiðslurnar þar sem aðstoðarslökkviliðsstjórinn hafi ekki sætt sig við að vera bundinn af bakvöktum án þess að fá greitt fyrir það. „Hann (Eyþór) sagði mér að svo yrði þá að vera ef það væri samkvæmt reglum að greiða bakvaktir,“ segir Kristján. Fagráð Brunavarna Árnessýslu, áður stjórn Brunavarna Árnessýslu, kannast hins vegar ekkert við að gefin hafi verið heimild fyrir slíku. „Ég hef aldrei heyrt þetta fyrr, hvorki frá Kristjáni eða Eyþór,“ segir Ari Björn Thorarensen, formaður fagráðsins. Hann segir uppsögnina alls ekki hafa verið fyrirvaralausa enda hafi þessi mál verið til umræðu síðan í vor. Ari Björn Thorarensen, formaður fagráðs Brunavarna Árnessýslu.Reiknar með málsókn Eyþór hætti í stjórninni áramótin 2013-2014 en Kristján og aðstoðarmaður hans hafa þegið bakvaktagreiðslur, 250 þúsund krónur á mánuði, frá fyrrnefndum áramótum. Reyndar hófust greiðslurnar í maí það ár en þeir fjórir mánuðir sem liðnir voru af árinu voru greiddir afturvikt. Ari segir að í lögum sé fjallað um ábyrgð slökkviliðsstjóra og að þeir séu alltaf á bakvakt. Hins vegar sé ekki bundin í lög að þeir eigi að þiggja sérstakar greiðslur fyrir bakvaktarstörf. Misjafnt sé hvernig þessu sé háttað um allt land. Algengast sé að slökkviliðsstjóri sé á mjög góðum launum „til að sjá um allt saman“. Hins vegar þekkist það líka að þeir fái sérstakar bakvaktagreiðslur. Hins vegar sé kýrskýrt að sögn Ara að engin samþykkt á stjórnarfundi fyrir bakvaktargreiðslum hafi legið fyrir. Stjórnin ætlar ekki að leita til lögreglu vegna málsins heldur eigi þau von á því að Kristján telji uppsögnina ólöglega og fari í mál. Bakvaktagreiðslum aðstoðarslökkviliðsstjórans var sagt upp í maí og er í uppsagnarferli. Kristján segir málið í höndum lögfræðings síns sem hafi sent fagráði skýringar sínar. Ekki náðist í Eyþór Arnalds, fyrrverandi formann stjórnar Brunavarna Árnessýslu, fyrir hádegi í dag þrátt fyrir endurteknar tilraunir.
Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira