Enski boltinn

Minnihluti félaga hefur hækkað miðaverð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er dýrast fyrir stuðningsmenn Arsenal að fara á völlinn.
Það er dýrast fyrir stuðningsmenn Arsenal að fara á völlinn. vísir/getty
BBC lagðist í mikla könnun til þess að skoða hvað það kostar neytendur í Englandi að sækja knattspyrnuleiki þar í landi.

Þetta er stærsta könnun sem farið hefur verið í um alla Evrópu en miðaverð var skoðað hjá 227 félögum í 13 deildum á Bretlandi.

Niðurstaðan leiddi í ljós að miðaverð hefur annað hvort staðið í stað eða lækkað í flestum tilfellum eða nánar tiltekið í 70 prósent tilvika.

Rúmlega helmingur liða er með sama miðaverð en 18 prósent hafa lækkað miðaverðið. Treyjur liða hafa þó hækkað um 4,82 prósent að meðaltali.

Mestur áhugi er eðlilega á ensku úrvalsdeildinni og tveir þriðju liðanna halda sama miðaverði eða hafa lækkað. Þau félög sem hækkuðu miðaðverðið gerðu það að verkum að meðalverðið á miða fór í fyrsta skipti yfir 30 pund eða sem samsvarar um 5.800 íslenskum krónum.

Arsenal er sem fyrr með hæsta miðaverðið í deildinni en það kostar um 19 þúsund krónur að fara á Emirates. Leicester er með ódyrasta miðann á markaðnum en ódýrustu miðarnir þar eru á 4.200 kr. Chelsea er með dýrasta ódýrasta miðann á 10 þúsund krónur.

Arsenal er líka með dýrasta ársmiðann en Stoke City þann ódýrasta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×