Innlent

30 milljónir í bætur sjö árum eftir slys sem leiddi til 100 prósent örorku

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Valgarður
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á dögunum Vátryggingafélag íslands til að greiða karlmanni tæpar tuttugu og níu milljónir króna í skaðabætur vegna vinnuslyss í húsnæði Johans Rönning í Klettagörðum árið 2008. Maðurinn fór fram á tæpar þrjátíu og níu milljónir í bætur.

Atvik málsins voru þau að maðurinn, ásamt þremur öðrum starfsmönnum, var fenginn tl að bera glerplötur á bretti sem stóðu við gólfbrún, sem færa átti niður á neðri hæð hússins með lyftara. Við það féll maðurinn aftur fyrir sig og lenti á gólfinu, um fjórum metrum neðar. Maðurinn hlaut alvarlega áverka, meðal annars mikla höfuðáverka, og er í dag hundrað prósent öryrki.

Aðilar áttu nokkur samskipti um bótakröfuna áður en málið fór fyrir dóm. Maðurinn var verkstjóri hjá fyrirtækinu og þótti VÍS það því ekki geta hafa dulist manninum hætturnar sem fólust í því að hafa ekki öryggishlið fyrir opinu á sama tíma og glerplöturnar voru lagðar á bretti við gólfbrúnina. Var bótaskyldan því ekki viðurkennd.

Málið fór í kjölfarið fyrir dóm sem komst að þeirri niðurstöðu að manninum yrði dæmdar bætur upp á alls 28.726.761 kr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×