Erlent

Talibanar hörfa frá Kunduz

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Afganski stjórnarherinn hefur hrakið herlið Talibana frá borginni Kunduz í norður-Afganistan
Afganski stjórnarherinn hefur hrakið herlið Talibana frá borginni Kunduz í norður-Afganistan Vísir/Getty
Talibanar hafa dregið lið sitt frá borginni Kunduz í norður-Afganistan en þeir náðu borginni á sitt vald um skamma hríð í september. Skærur hafa staðið yfir á milli afganska stjórnarhersins og Talibana.

Talsmaður Talibana sagði í tilkynningu til fjölmiðla að samtökin myndu draga sig frá borginni til að forðast frekari mannfall óbreyttra borgara. Stjórnarherinn hefur náð allri borginni, sem er talin vera hernaðarlega mikilvæg, á sitt vald og er rafmagn komið á borgina á ný eftir tveggja vikna bardaga á milli Talibana og stjórnarhersins þar sem óttast er að hundruð hafi látið lífið en allt að 800 er særðir eftir átökin.

Bandaríkjamenn studdu afganska herinn í aðgerðum sínum en þann 2. október gerði bandaríski herinn fyrir mistök loftárás á sjúkrahús í borginni. Tólf sjálfboðaliðar Lækna án landamæra létu lífið ásamt sjö sjúklingum og fjölmargir særðust. Bandaríkin hafa beðist afsökunar á árásinni, segja hana hafa verið mistök og hyggjast bandarísk yfirvöld greiða fórnarlömbunum bætur.


Tengdar fréttir

Bandaríkjaher biðst afsökunar í Afganistan

Læknar án landamæra segja bandaríska herinn viðurkenna alvarlegan stríðsglæp í samstarfi við afganska herinn. Loftárás á spítala í Kunduz kostaði 23 lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×