Í beinni: Hollendingar kynna niðurstöður rannsóknar á flugi MH17
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Rannsóknarnefndin hefur endurbyggt hluta flugvélarinnar.Skjáskot
Í dag verða kynntar niðurstöður hollenskrar rannsóknarnefndar um hvað hafi grandað flugvél Malaysian Airlines MH17 sem var skotin niður yfir Úkraínu í júlí 2014. Er talið að eldflaugin hafi verið af tegundinni BUK sem framleidd er í Rússlandi.
Fylgjast má með kynningunni í beinni hér fyrir neðan.
Allir um borð, alls 298, létust samstundis þegar eldflaugin hitti Boeing 777-200 flugvél Malaysian Airlines.