Gjöreyðingarlyfi beitt gegn lúpínu á Dalvík Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. október 2015 07:00 "Innan girðingar var jafn mikil lúpína einsog utan hennar en með því að beita snemmsumars þegar hún er í vexti þá er hægt að halda henni niðri og sauðfé virðist sólgið í nýgræðinginn,“ lýsir Valur Þór Hilmarsson meðfylgjandi mynd. Mynd/Valur Þór „Menn eru mjög jákvæðir gagnvart því að fara í þessa eyðingu,“ segir Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri Dalvíkurbyggðar, þar sem hefta á útbreiðslu lúpínu, kerfils og njóla með illgresiseyðum í samstarfi við landeigendur. Í mars í fyrra samþykkti byggðaráð Dalvíkurbyggðar að fela Vali umhverfisstjóra að gera aðgerðaráætlun um að stemma stigu við útbreiðslu fyrrgreindra plantna. „Gerðar hafa verið tilraunir með að slá og eitra með gjöreyðingarlyfinu Roundup/Clinic. Reynt hefur verið að slá lúpínu og kerfil til að halda útbreiðslu þeirra í skefjum, sláttur kemur ekki í veg fyrir að plönturnar lifi af en það takmarkar útbreiðslu þeirra. Að fenginni reynslu verður eitrað fyrir lúpínu, eins verður gert við kerfil og njóla,“ segir í áætlun umhverfisstjórans sem samþykkt var á fundi byggðaráðsins síðastliðinn fimmtudag. Nota á Roundup á lúpínu og kerfil en efnin Hebamix eða Harmoni á njóla. „Reikna má með að verkefnið taki um fimm ár og eftir það verði sveitarfélagið kortlagt að nýju og gerð aðgerðaráætlun í kjölfarið,“ segir í áætlun Vals. Verkefnið á að vinna í samvinnu sveitarfélagsins og landeigenda. „Mjög mikilvægt er að allir taki þátt í þessu átaksverkefni, einungis þannig náum við árangri!“ undirstrikar umhverfisstjórinn í áætluninni. „Sveitarfélagið leggur til eitur en ætlast er til þess að landeigendur beri ábyrgð á sínu landi. Landeigendur geti fengið starfsfólk frá sveitarfélaginu til aðstoðar í samráði við umhverfisstjóra.“ Hrinda á verkefninu í framkvæmd á næsta ári með því að kortleggja svæði, halda íbúafund síðla vetrar og fara síðan í aðgerðir. Nánar um framvinduna á næsta ári segir að við Dalvík eigi að vinna á lúpínu í friðlandi, með vegi við Karlsá, við Skáldalæk og í Böggvisfjalli. Þessar aðgerðir hefjist þegar lúpína er í örustum vexti fyrir miðjan júní. Á Árskógssandi verður eitrað í Brúarhvammsreit, frá þjóðvegi og inni í reitnum. Varðandi njóla verður eitrað frá Hrafnstöðum í norður að bæjarmörkum og norðan við Dalvík meðfram vegi og á túnum. Frá Skáldalæk verður eitrað að þjóðvegi og í friðlandi. Unnið verður á njóla allt í kringum Hauganes og á kerfli meðfram þjóðvegi norðan Dalvíkur að Hóli. Síðan verður farið yfir sömu svæði á árinu 2017 og nýjum reitum bætt við allt fram til ársins 2020 þegar árangurinn verður metinn og ný aðgerðaráætlun unnin. Þótt lögð sé áhersla á notkun eiturefna í áætluninni segir Valur að jafnframt verði notast við slátt og sauðfé beitt til að halda lúpínu í skefjum. „Ég hef alls ekki á móti lúpínunni en við viljum halda ákveðinni ásýnd, eins og til dæmis í Böggvisfjalli þar sem er mikill lynggróður og berjaland sem hún er farin að sækja inn á,“ segir umhverfisstjórinn og ítrekar að eiturefnum verði ekki beitt þar sem hætt sé á að þau berist í grunnvatn. „Við kannski eyðum lúpínunni aldrei en það er aðalmálið að halda henni í skefjum og nota hana þá á réttum stöðum – hún er ekki alslæm,“ segir Valur Þór Hilmarsson. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
„Menn eru mjög jákvæðir gagnvart því að fara í þessa eyðingu,“ segir Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri Dalvíkurbyggðar, þar sem hefta á útbreiðslu lúpínu, kerfils og njóla með illgresiseyðum í samstarfi við landeigendur. Í mars í fyrra samþykkti byggðaráð Dalvíkurbyggðar að fela Vali umhverfisstjóra að gera aðgerðaráætlun um að stemma stigu við útbreiðslu fyrrgreindra plantna. „Gerðar hafa verið tilraunir með að slá og eitra með gjöreyðingarlyfinu Roundup/Clinic. Reynt hefur verið að slá lúpínu og kerfil til að halda útbreiðslu þeirra í skefjum, sláttur kemur ekki í veg fyrir að plönturnar lifi af en það takmarkar útbreiðslu þeirra. Að fenginni reynslu verður eitrað fyrir lúpínu, eins verður gert við kerfil og njóla,“ segir í áætlun umhverfisstjórans sem samþykkt var á fundi byggðaráðsins síðastliðinn fimmtudag. Nota á Roundup á lúpínu og kerfil en efnin Hebamix eða Harmoni á njóla. „Reikna má með að verkefnið taki um fimm ár og eftir það verði sveitarfélagið kortlagt að nýju og gerð aðgerðaráætlun í kjölfarið,“ segir í áætlun Vals. Verkefnið á að vinna í samvinnu sveitarfélagsins og landeigenda. „Mjög mikilvægt er að allir taki þátt í þessu átaksverkefni, einungis þannig náum við árangri!“ undirstrikar umhverfisstjórinn í áætluninni. „Sveitarfélagið leggur til eitur en ætlast er til þess að landeigendur beri ábyrgð á sínu landi. Landeigendur geti fengið starfsfólk frá sveitarfélaginu til aðstoðar í samráði við umhverfisstjóra.“ Hrinda á verkefninu í framkvæmd á næsta ári með því að kortleggja svæði, halda íbúafund síðla vetrar og fara síðan í aðgerðir. Nánar um framvinduna á næsta ári segir að við Dalvík eigi að vinna á lúpínu í friðlandi, með vegi við Karlsá, við Skáldalæk og í Böggvisfjalli. Þessar aðgerðir hefjist þegar lúpína er í örustum vexti fyrir miðjan júní. Á Árskógssandi verður eitrað í Brúarhvammsreit, frá þjóðvegi og inni í reitnum. Varðandi njóla verður eitrað frá Hrafnstöðum í norður að bæjarmörkum og norðan við Dalvík meðfram vegi og á túnum. Frá Skáldalæk verður eitrað að þjóðvegi og í friðlandi. Unnið verður á njóla allt í kringum Hauganes og á kerfli meðfram þjóðvegi norðan Dalvíkur að Hóli. Síðan verður farið yfir sömu svæði á árinu 2017 og nýjum reitum bætt við allt fram til ársins 2020 þegar árangurinn verður metinn og ný aðgerðaráætlun unnin. Þótt lögð sé áhersla á notkun eiturefna í áætluninni segir Valur að jafnframt verði notast við slátt og sauðfé beitt til að halda lúpínu í skefjum. „Ég hef alls ekki á móti lúpínunni en við viljum halda ákveðinni ásýnd, eins og til dæmis í Böggvisfjalli þar sem er mikill lynggróður og berjaland sem hún er farin að sækja inn á,“ segir umhverfisstjórinn og ítrekar að eiturefnum verði ekki beitt þar sem hætt sé á að þau berist í grunnvatn. „Við kannski eyðum lúpínunni aldrei en það er aðalmálið að halda henni í skefjum og nota hana þá á réttum stöðum – hún er ekki alslæm,“ segir Valur Þór Hilmarsson.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira