Illugi á landsleiknum: Fór snemma af læsismálþingi á Akureyri Bjarki Ármannsson skrifar 10. október 2015 15:59 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er staddur á knattspyrnulandsleik Íslands og Lettlands á Laugardalsvelli. Vísir/Anton Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er staddur á knattspyrnulandsleik Íslands og Lettlands á Laugardalsvelli, en hann fór af málþingi á Akureyri um læsiskennslu án þess að svara spurningum viðstaddra til þess að ná flugi suður í tæka tíð. Það var Háskólinn á Akureyri sem efndi til málþingsins og bauð Illuga og Arnóri Guðmundssyni, forstjóra Menntamálastofnunnar, sérstaklega í kjölfar gagnrýni háskólans á því hvernig gögn um árangur Byrjendalæsis voru túlkuð af Menntamálastofnun. Illugi flutti erindi á fundinum en samkvæmt heimildum Vísis var talsverð óánægja meðal viðstaddra þegar ráðherrann tilkynnti í kjölfarið að hann væri á leið beint suður á landsleikinn.Þóroddur Bjarnason, fyrrverandi forstöðumaður Byggðastofnunar, vakti athygli á brotthvarfi Illuga á Facebook-síðu sinni.10. október kl. 13:04Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra kynnir hugmyndir sínar um umbyltingu lestrarkennslu við opnun...Posted by Thoroddur Bjarnason on 10. október 2015Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður Illuga, segir að það hafi aldrei staðið til að Illugi sæti fyrir svörum um lestrarkennslu. Fulltrúar frá Menntamálastofnun, sem sendi frá sér gögnin um Byrjendalæsi sem vöktu talsverða gagnrýni á sínum tíma, hafi orðið eftir á fundinum, meðal annars til að taka þátt í umræðum. „Það eru fulltrúar frá Menntamálastofnun á málþinginu til þess að taka við spurningum,“ segir Sigríður. „Tölfræðin varðandi Byrjendalæsið var birt af Menntamálastofnun, ekki menntamálaráðuneytinu. Þannig að þaðan eru fulltrúar til að svara öllum spurningum.“ Hún segir að það hafi alltaf verið vitað að Illugi, sem einnig er ráðherra íþróttamála og vildi því mæta á landsleikinn, myndi bara mæta til þess að halda fyrirlestur. Hann hafi jafnframt fundað með rektor Háskólans á Akureyri fyrir málþingið. Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fjarverandi á Alþingi en reyndist lukkudýr íshokkílandsliðsins Þekktist ekki boð Kastljóss um að ræða afnám gjaldeyrishafta og leyniskýrslur. 14. apríl 2015 00:13 Sigmundur og Bjarni á leiknum á meðan þingmenn ræða hugsanlega lagasetningu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru nú staddir í Laugardalnum til að fylgjast með viðureign Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016 í fótbolta. 12. júní 2015 19:20 Ekki ráðherrans að velja aðferðir við lestrarkennslu Rósa Eggertsdóttir er upphafsmaður að þróun byrjendalæsis. Hún svarar fyrir gagnrýni og setur spurningamerki við að ráðherrann skipi fagmönnum hvernig eigi að kenna börnum. 22. ágúst 2015 08:00 Yfirlýsing frá Háskólanum á Akureyri: Börnum sem eiga erfitt með að læra að lesa fækkar verulega Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri gagnrýnir þá "einfölduðu framsetningu“ sem miðstöðin segir birtast í minnisblaði Menntamálastofnunar vegna Byrjendalæsis. 20. ágúst 2015 15:54 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er staddur á knattspyrnulandsleik Íslands og Lettlands á Laugardalsvelli, en hann fór af málþingi á Akureyri um læsiskennslu án þess að svara spurningum viðstaddra til þess að ná flugi suður í tæka tíð. Það var Háskólinn á Akureyri sem efndi til málþingsins og bauð Illuga og Arnóri Guðmundssyni, forstjóra Menntamálastofnunnar, sérstaklega í kjölfar gagnrýni háskólans á því hvernig gögn um árangur Byrjendalæsis voru túlkuð af Menntamálastofnun. Illugi flutti erindi á fundinum en samkvæmt heimildum Vísis var talsverð óánægja meðal viðstaddra þegar ráðherrann tilkynnti í kjölfarið að hann væri á leið beint suður á landsleikinn.Þóroddur Bjarnason, fyrrverandi forstöðumaður Byggðastofnunar, vakti athygli á brotthvarfi Illuga á Facebook-síðu sinni.10. október kl. 13:04Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra kynnir hugmyndir sínar um umbyltingu lestrarkennslu við opnun...Posted by Thoroddur Bjarnason on 10. október 2015Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður Illuga, segir að það hafi aldrei staðið til að Illugi sæti fyrir svörum um lestrarkennslu. Fulltrúar frá Menntamálastofnun, sem sendi frá sér gögnin um Byrjendalæsi sem vöktu talsverða gagnrýni á sínum tíma, hafi orðið eftir á fundinum, meðal annars til að taka þátt í umræðum. „Það eru fulltrúar frá Menntamálastofnun á málþinginu til þess að taka við spurningum,“ segir Sigríður. „Tölfræðin varðandi Byrjendalæsið var birt af Menntamálastofnun, ekki menntamálaráðuneytinu. Þannig að þaðan eru fulltrúar til að svara öllum spurningum.“ Hún segir að það hafi alltaf verið vitað að Illugi, sem einnig er ráðherra íþróttamála og vildi því mæta á landsleikinn, myndi bara mæta til þess að halda fyrirlestur. Hann hafi jafnframt fundað með rektor Háskólans á Akureyri fyrir málþingið.
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fjarverandi á Alþingi en reyndist lukkudýr íshokkílandsliðsins Þekktist ekki boð Kastljóss um að ræða afnám gjaldeyrishafta og leyniskýrslur. 14. apríl 2015 00:13 Sigmundur og Bjarni á leiknum á meðan þingmenn ræða hugsanlega lagasetningu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru nú staddir í Laugardalnum til að fylgjast með viðureign Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016 í fótbolta. 12. júní 2015 19:20 Ekki ráðherrans að velja aðferðir við lestrarkennslu Rósa Eggertsdóttir er upphafsmaður að þróun byrjendalæsis. Hún svarar fyrir gagnrýni og setur spurningamerki við að ráðherrann skipi fagmönnum hvernig eigi að kenna börnum. 22. ágúst 2015 08:00 Yfirlýsing frá Háskólanum á Akureyri: Börnum sem eiga erfitt með að læra að lesa fækkar verulega Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri gagnrýnir þá "einfölduðu framsetningu“ sem miðstöðin segir birtast í minnisblaði Menntamálastofnunar vegna Byrjendalæsis. 20. ágúst 2015 15:54 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Sigmundur Davíð fjarverandi á Alþingi en reyndist lukkudýr íshokkílandsliðsins Þekktist ekki boð Kastljóss um að ræða afnám gjaldeyrishafta og leyniskýrslur. 14. apríl 2015 00:13
Sigmundur og Bjarni á leiknum á meðan þingmenn ræða hugsanlega lagasetningu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru nú staddir í Laugardalnum til að fylgjast með viðureign Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016 í fótbolta. 12. júní 2015 19:20
Ekki ráðherrans að velja aðferðir við lestrarkennslu Rósa Eggertsdóttir er upphafsmaður að þróun byrjendalæsis. Hún svarar fyrir gagnrýni og setur spurningamerki við að ráðherrann skipi fagmönnum hvernig eigi að kenna börnum. 22. ágúst 2015 08:00
Yfirlýsing frá Háskólanum á Akureyri: Börnum sem eiga erfitt með að læra að lesa fækkar verulega Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri gagnrýnir þá "einfölduðu framsetningu“ sem miðstöðin segir birtast í minnisblaði Menntamálastofnunar vegna Byrjendalæsis. 20. ágúst 2015 15:54