Valdís lauk leik í 8. sæti í Englandi Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. október 2015 16:30 Valdís lyftir hér boltanum inn á flötina. Vísir/Daníel Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, lenti í 8. sæti á WPGA International Challenge mótinu í Englandi en mótið var lokamót LETAS-mótaraðarinnar í golfi. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, náði sér ekki á strik í dag en hún lenti í 10. sæti á mótinu eftir að hafa verið í efsta sæti eftir fyrsta leikdag. Líkt og kom fram hér fyrir ofan var þetta lokamót LETAS-mótaraðarinnar að ræða en mótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu. Komast efstu 20 kylfingarnir á hverju tímabili beint inn í lokaúrtökumótaröðið fyrir LET-Evrópumótaröðina, þá sterkustu í Evrópu. Valdís hóf hring dagsins af miklum krafti en hún krækti í þrjá fugla og einn örn á fyrstu fimm holum vallarins en lauk fyrri níu holunum með skolla á 9. holu. Hún náði sér ekki jafn vel á strik á seinni níu holunum og lauk leik á einu höggi undir pari á deginum og einu höggi undir pari heilt yfir. Ólafía sem lék á fjórum höggum undir pari á fyrsta degi lék fyrri níu holur dagsins á pari með þrjá fugla, þrjú pör og þrjá skolla náði líkt og Valdís ekki flugi á seinni níu holum dagsins. Fékk hún þrjá skolla og lauk leik á þremur höggum yfir pari, einu höggi yfir pari í heildina. Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn efst eftir fyrsta daginn á lokamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eru í góðri stöðu eftir fyrsta keppnisdaginn á lokamóti tímabilsins á LETAS atvinnumótaröðinni í golfi. Ólafía lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og er hún í efsta sæti. Valdís Þóra lék á pari vallar eða 72 höggum og er hún 10. til 14. sæti. 9. október 2015 12:34 Ólafía og Valdís meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL , eru meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn á lokamóti LETAS-mótaraðarinnar sem fer fram í Englandi í dag. 10. október 2015 11:00 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, lenti í 8. sæti á WPGA International Challenge mótinu í Englandi en mótið var lokamót LETAS-mótaraðarinnar í golfi. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, náði sér ekki á strik í dag en hún lenti í 10. sæti á mótinu eftir að hafa verið í efsta sæti eftir fyrsta leikdag. Líkt og kom fram hér fyrir ofan var þetta lokamót LETAS-mótaraðarinnar að ræða en mótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu. Komast efstu 20 kylfingarnir á hverju tímabili beint inn í lokaúrtökumótaröðið fyrir LET-Evrópumótaröðina, þá sterkustu í Evrópu. Valdís hóf hring dagsins af miklum krafti en hún krækti í þrjá fugla og einn örn á fyrstu fimm holum vallarins en lauk fyrri níu holunum með skolla á 9. holu. Hún náði sér ekki jafn vel á strik á seinni níu holunum og lauk leik á einu höggi undir pari á deginum og einu höggi undir pari heilt yfir. Ólafía sem lék á fjórum höggum undir pari á fyrsta degi lék fyrri níu holur dagsins á pari með þrjá fugla, þrjú pör og þrjá skolla náði líkt og Valdís ekki flugi á seinni níu holum dagsins. Fékk hún þrjá skolla og lauk leik á þremur höggum yfir pari, einu höggi yfir pari í heildina.
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn efst eftir fyrsta daginn á lokamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eru í góðri stöðu eftir fyrsta keppnisdaginn á lokamóti tímabilsins á LETAS atvinnumótaröðinni í golfi. Ólafía lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og er hún í efsta sæti. Valdís Þóra lék á pari vallar eða 72 höggum og er hún 10. til 14. sæti. 9. október 2015 12:34 Ólafía og Valdís meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL , eru meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn á lokamóti LETAS-mótaraðarinnar sem fer fram í Englandi í dag. 10. október 2015 11:00 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn efst eftir fyrsta daginn á lokamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eru í góðri stöðu eftir fyrsta keppnisdaginn á lokamóti tímabilsins á LETAS atvinnumótaröðinni í golfi. Ólafía lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og er hún í efsta sæti. Valdís Þóra lék á pari vallar eða 72 höggum og er hún 10. til 14. sæti. 9. október 2015 12:34
Ólafía og Valdís meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL , eru meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn á lokamóti LETAS-mótaraðarinnar sem fer fram í Englandi í dag. 10. október 2015 11:00