Lög sem sungin voru á íslenskum heimilum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. október 2015 10:15 "Við höfum verið að taka upp gamla sálma,“ segir Hugi sem hér er í miðjunni. Við hljóðfærið situr Kári Allansson og Pétur Húni er lengst til hægri. Vísir/GVA Okkur langar að leyfa þjóðinni að endurnýja kynnin við einn þátt íslenskrar tónlistarmenningar, sem er forsöngur sálma við harmoníumundirleik. Platan Kvöldbæn kom út í vor og nú fylgir platan Heilög jól í kjölfarið. Hún kemur vonandi út innan skamms, ég er að safna fyrir útgáfu hennar á Karolinafund.com,“ segir Hugi Jónsson baritónsöngvari. Hugi kveðst hafa sér til fulltingis tvo afbragðs fagmenn, Kára Allansson organista og Pétur Húna Björnsson, þjóðfræðing og söngvara. „Við höfum verið að taka upp gamla sálma og skiptum þeim upp í jóla- og aðventusálma og aðra. Á fyrri plötunni, Kvöldbæn, sem kom út í vor voru meðal annars passíusálmar og á jólaplötunni er ríflega helmingur sálmanna sunginn við gömul þjóðlög. Pétur Húni er einnig þjóðfræðingur svo verkefnið hefur góða rótfestu. Plötunum fylgir veglegur bæklingur bæði á íslensku og ensku. Í hann teiknar Júlíus Valdimarsson, grafískur hönnuður, allar myndir og er undir áhrifum frá gamalli tíð, kirkjum og torfbæjum.“ Meðal þess sem má finna á jóladiskinum eru hin hefðbundnu lög við sálmana Fögur er foldin, Hin fegursta rósin er fundin og Heims um ból, flestir aðrir sálmar eru sungnir við gömul lög sem má finna í tónlistarhandritinu Hymnodia Sacra og Grallaranum. „Hugmyndin er að birta það sem ég ímynda mér að sungið hafi verið á íslenskum heimilum frá um það bil 1800 til 1950. Þarna eru þrjú tvísöngslög við jólasálma, Pétur Húni syngur þau með mér. En það sem mér finnst einna áhugaverðast við diskinn er hljómurinn í harmoníumhljóðfærinu með öllum sínum sérkennum,“ segir Hugi og kveðst þar eiga við stigin hljóðfæri eins og eru í svo mörgum sveitakirkjum. Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Okkur langar að leyfa þjóðinni að endurnýja kynnin við einn þátt íslenskrar tónlistarmenningar, sem er forsöngur sálma við harmoníumundirleik. Platan Kvöldbæn kom út í vor og nú fylgir platan Heilög jól í kjölfarið. Hún kemur vonandi út innan skamms, ég er að safna fyrir útgáfu hennar á Karolinafund.com,“ segir Hugi Jónsson baritónsöngvari. Hugi kveðst hafa sér til fulltingis tvo afbragðs fagmenn, Kára Allansson organista og Pétur Húna Björnsson, þjóðfræðing og söngvara. „Við höfum verið að taka upp gamla sálma og skiptum þeim upp í jóla- og aðventusálma og aðra. Á fyrri plötunni, Kvöldbæn, sem kom út í vor voru meðal annars passíusálmar og á jólaplötunni er ríflega helmingur sálmanna sunginn við gömul þjóðlög. Pétur Húni er einnig þjóðfræðingur svo verkefnið hefur góða rótfestu. Plötunum fylgir veglegur bæklingur bæði á íslensku og ensku. Í hann teiknar Júlíus Valdimarsson, grafískur hönnuður, allar myndir og er undir áhrifum frá gamalli tíð, kirkjum og torfbæjum.“ Meðal þess sem má finna á jóladiskinum eru hin hefðbundnu lög við sálmana Fögur er foldin, Hin fegursta rósin er fundin og Heims um ból, flestir aðrir sálmar eru sungnir við gömul lög sem má finna í tónlistarhandritinu Hymnodia Sacra og Grallaranum. „Hugmyndin er að birta það sem ég ímynda mér að sungið hafi verið á íslenskum heimilum frá um það bil 1800 til 1950. Þarna eru þrjú tvísöngslög við jólasálma, Pétur Húni syngur þau með mér. En það sem mér finnst einna áhugaverðast við diskinn er hljómurinn í harmoníumhljóðfærinu með öllum sínum sérkennum,“ segir Hugi og kveðst þar eiga við stigin hljóðfæri eins og eru í svo mörgum sveitakirkjum.
Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira