Enski boltinn

United úr leik eftir vítaspyrnukeppni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Rooney í leiknum í kvöld.
Wayne Rooney í leiknum í kvöld. Vísir/Getty
Manchester United er úr leik í ensku deildabikarkeppninni en liðið tapaði fyrir B-deildarliði Middlesbrough í vítaspyrnukeppni á Old Trafford í kvöld.

Leikmenn United fengu næg tækifæri til að skora í venjulegum leiktíma og framlengingunni en allt kom fyrir ekki.

Wayne Rooney tók fyrstu spyrnu United í vítaspyrnukeppninni en Tomas Mejias, markvörður Boro, varði frá honum.

Dave Nugent klikkaði svo í annarri umferð fyrir Boro eftir að hann skaut hátt yfir, en Michael Carrick gerði svo slíkt hið sama stuttu síðar. Úrslitin voru svo ráðin þegar Mejias varði spyrnu Ashley Young.

Stewart Downing fékk gott færi fyrir Boro í venjulegum leiktíma en skot hans var varið yfir. Þá setti Daley Blind boltann í eigið mark en það stóð ekki þar sem að Kike, sóknarmaður Boro, var dæmdur rangstæður.

Eitt besta færi United fékk Jesse Lingaard þegar hann skot í stöng seint í leiknum.

Middlesbrough mætir Everton í fjórðungsúrslitum keppninnar en dregið var í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×