Segir fjölda flóttamanna frá Afganistan óásættanlegan Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2015 13:31 Thomas de Maiziere, innanríkisráðherra Þýskalands. Vísir/EPA Innanríkisráðherra Þýskalands segir fjölda flóttamanna frá Afganistan vera „óásættanlegan“. Thomas de Maiziere hvetur unga Afgana til að halda sig heima og hjálpa til við að endurbyggja landið. Yfirvöld í Slóveníu segjast ætla að setja upp girðingu á landamærum sínum við Króatíu, grípi Evrópusambandið ekki til aðgerða vegna flóttamannavandans. De Maiziere segir næst flesta flóttamenn koma frá Afganistan það sem af er af árinu. Þar á meðal séu meðlimir millistéttar Afganistan. „Við erum með samkomulag við stjórnvöld Afganistan um að meðlimir millistéttarinnar verði áfram í Afganistan og hjálpi til við uppbyggingu þar,“ hefur AFP fréttaveitan eftir honum. Hann sagði að þýskir hermenn og lögreglumenn hefðu verið sendir til Afganistan til að hjálpa til við að gera landið öruggt og að stjórnvöldu þar hefðu fengið mikla þróunaraðstoð. Því væri hægt að búast við því að Afganir myndu halda sig heima. „Ég er að segja hreint út að hælisleitendur frá Afganistan mega búast við því að fá ekki að vera áfram í Þýskalandi,“ segir de Maiziere. Hann viðurkenndi þó að Afganistan geti ekki talist sem öruggt land og að öryggisástandið þar væri slæmt. Frá því í janúar og fram í september hafa 577.307 manns sótt um hæli í Þýskalandi. Þar af eru 51.643 frá Afganistan.105 ára á flótta frá Afganistan Meðal þeirra sem eru á flótta frá Afganistan hin 105 ára gamla Bibihal Uzbeki. Hún flúði ásamt 17 fjölskyldumeðlimum sínum frá borginni Kunduz sem féll í hendur Talibana fyrr í mánuðinum. Stjórnarherinn hefur nú náð tökum í borginni aftur. Hún sagði við AP fréttaveituna að henni væri illt í fótunum en annars væri hún við tiltölulega góða heilsu. Hins vegar hafi hún dottið og meitt sig á höfðinu. Fjölskyldan hefur verið á ferðinni í tuttugu daga og 67 ára gamall sonur hennar og 19 ára sonarsonur hafa borið hana langar leiðir á bakinu.Girðingar rísa Stjórnvöld í Slóveníu hótuðu í dag að byggja girðingu á landamærum þeirra og Króatíu, bregðist Evrópusambandið ekki við flóttamannavandanum og framfylgi áætluninni sem samþykkt var á sunnudaginn. Síðustu tíu daga hafa minnst 85 þúsund flóttamenn komið til Slóveníu. Nágrannar þeirra í norðri tilkynntu í dag að þeir ætluðu að byggja girðingu til að stjórna flæði flóttamanna frá Slóveníu. Samkvæmt áætluninni sem samþykkt var á sunnudaginn ætlar ESB að setja upp móttökumiðstöðvar á Balkanskaganum og senda 400 öryggisverði til Slóveníu. Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamenn í Grikklandi orðnir hálf milljón í ár Fjöldi flóttafólks sem komið hefur til Grikklands það sem af er ári hefur nú náð hálfri milljón. Aukinn þungi hefur færst í flóttamannastrauminn þar sem fólk freistar þess nú að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Um átta þúsund manns koma nú til landsins á hverjum degi, að því er yfirmaður flóttamannamála Sameinuðu þjóðanna segir. 21. október 2015 08:54 Skelfilegt ástand við landamæri Slóveníu og Króatíu Algjört hörmungarástand er við landamæri Króatíu og Slóveníu en króatísk yfirvöld flytja flóttamenn í stórum stíl og skilja þá eftir við landamærin. 26. október 2015 22:39 Rúmlega 700 þúsund hafa farið yfir Miðjarðarhafið í ár Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir um fimmtung þeirra vera börn. 27. október 2015 12:00 Funda stíft um flóttamannavandann í Evrópu Þjóðverjar eiga von á 800 þúsund hælisleitendum í ár. 25. október 2015 23:46 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Innanríkisráðherra Þýskalands segir fjölda flóttamanna frá Afganistan vera „óásættanlegan“. Thomas de Maiziere hvetur unga Afgana til að halda sig heima og hjálpa til við að endurbyggja landið. Yfirvöld í Slóveníu segjast ætla að setja upp girðingu á landamærum sínum við Króatíu, grípi Evrópusambandið ekki til aðgerða vegna flóttamannavandans. De Maiziere segir næst flesta flóttamenn koma frá Afganistan það sem af er af árinu. Þar á meðal séu meðlimir millistéttar Afganistan. „Við erum með samkomulag við stjórnvöld Afganistan um að meðlimir millistéttarinnar verði áfram í Afganistan og hjálpi til við uppbyggingu þar,“ hefur AFP fréttaveitan eftir honum. Hann sagði að þýskir hermenn og lögreglumenn hefðu verið sendir til Afganistan til að hjálpa til við að gera landið öruggt og að stjórnvöldu þar hefðu fengið mikla þróunaraðstoð. Því væri hægt að búast við því að Afganir myndu halda sig heima. „Ég er að segja hreint út að hælisleitendur frá Afganistan mega búast við því að fá ekki að vera áfram í Þýskalandi,“ segir de Maiziere. Hann viðurkenndi þó að Afganistan geti ekki talist sem öruggt land og að öryggisástandið þar væri slæmt. Frá því í janúar og fram í september hafa 577.307 manns sótt um hæli í Þýskalandi. Þar af eru 51.643 frá Afganistan.105 ára á flótta frá Afganistan Meðal þeirra sem eru á flótta frá Afganistan hin 105 ára gamla Bibihal Uzbeki. Hún flúði ásamt 17 fjölskyldumeðlimum sínum frá borginni Kunduz sem féll í hendur Talibana fyrr í mánuðinum. Stjórnarherinn hefur nú náð tökum í borginni aftur. Hún sagði við AP fréttaveituna að henni væri illt í fótunum en annars væri hún við tiltölulega góða heilsu. Hins vegar hafi hún dottið og meitt sig á höfðinu. Fjölskyldan hefur verið á ferðinni í tuttugu daga og 67 ára gamall sonur hennar og 19 ára sonarsonur hafa borið hana langar leiðir á bakinu.Girðingar rísa Stjórnvöld í Slóveníu hótuðu í dag að byggja girðingu á landamærum þeirra og Króatíu, bregðist Evrópusambandið ekki við flóttamannavandanum og framfylgi áætluninni sem samþykkt var á sunnudaginn. Síðustu tíu daga hafa minnst 85 þúsund flóttamenn komið til Slóveníu. Nágrannar þeirra í norðri tilkynntu í dag að þeir ætluðu að byggja girðingu til að stjórna flæði flóttamanna frá Slóveníu. Samkvæmt áætluninni sem samþykkt var á sunnudaginn ætlar ESB að setja upp móttökumiðstöðvar á Balkanskaganum og senda 400 öryggisverði til Slóveníu.
Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamenn í Grikklandi orðnir hálf milljón í ár Fjöldi flóttafólks sem komið hefur til Grikklands það sem af er ári hefur nú náð hálfri milljón. Aukinn þungi hefur færst í flóttamannastrauminn þar sem fólk freistar þess nú að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Um átta þúsund manns koma nú til landsins á hverjum degi, að því er yfirmaður flóttamannamála Sameinuðu þjóðanna segir. 21. október 2015 08:54 Skelfilegt ástand við landamæri Slóveníu og Króatíu Algjört hörmungarástand er við landamæri Króatíu og Slóveníu en króatísk yfirvöld flytja flóttamenn í stórum stíl og skilja þá eftir við landamærin. 26. október 2015 22:39 Rúmlega 700 þúsund hafa farið yfir Miðjarðarhafið í ár Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir um fimmtung þeirra vera börn. 27. október 2015 12:00 Funda stíft um flóttamannavandann í Evrópu Þjóðverjar eiga von á 800 þúsund hælisleitendum í ár. 25. október 2015 23:46 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Flóttamenn í Grikklandi orðnir hálf milljón í ár Fjöldi flóttafólks sem komið hefur til Grikklands það sem af er ári hefur nú náð hálfri milljón. Aukinn þungi hefur færst í flóttamannastrauminn þar sem fólk freistar þess nú að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Um átta þúsund manns koma nú til landsins á hverjum degi, að því er yfirmaður flóttamannamála Sameinuðu þjóðanna segir. 21. október 2015 08:54
Skelfilegt ástand við landamæri Slóveníu og Króatíu Algjört hörmungarástand er við landamæri Króatíu og Slóveníu en króatísk yfirvöld flytja flóttamenn í stórum stíl og skilja þá eftir við landamærin. 26. október 2015 22:39
Rúmlega 700 þúsund hafa farið yfir Miðjarðarhafið í ár Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir um fimmtung þeirra vera börn. 27. október 2015 12:00
Funda stíft um flóttamannavandann í Evrópu Þjóðverjar eiga von á 800 þúsund hælisleitendum í ár. 25. október 2015 23:46