Viðskipti innlent

Lífeyrissjóðir hafa ekki fjárfest í fasteignasjóðum GAMMA

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Félagið segir að engir lífeyrissjóðir hafi fjárfest í fasteignasjóðum sínum.
Félagið segir að engir lífeyrissjóðir hafi fjárfest í fasteignasjóðum sínum. Vísir/vilhelm
Lífeyrissjóðir hafa ekki sett peninga í fasteignasjóði GAMMA. Þetta segir fulltrúi GAMMA í athugasemd vegna fréttaskýringar um umsvif sjóða félagsins á fasteigna- og leigumarkaði.

Eftir að fréttaskýring fréttastofu um fjárfestingar GAMMA var send út í Íslandi í dag í gær gerði GAMMA athugasemd um að lífeyrissjóðir væru ekki meðal fjárfesta í þeim fjórum sjóðum sem fjárfest hafa í fasteignum á höfuðborgarsvæðinu.

Á vefsíðu fyrirtækisins segir að GAMMA sé með 44 milljarða króna í stýringu fyrir lífeyrissjóði, tryggingafélg, bankastofnanir, fyrirtæki og einstaklinga. Engar nánari upplýsingar eru gefnar um hverjir hafa fjárfest í hvaða sjóðum, en samtals rekur GAMMA 23 mismunandi sjóði.

Engar upplýsingar liggja fyrir um hverjir hafa sett peninga í þessa fasteignasjóði fyrirtækisins.


Tengdar fréttir

GAMMA-sjóðirnir teygja sig um alla borg

Fjórir sjóðir undir stjórn GAMMA, með milljarða króna úr að spila, hafa keypt tæplega 500 fasteignir á höfuðborgarsvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×