Í ritstjórnargrein blaðsins eru stjórnvöld í Beijing hvött til að taka hart á yfirgangi Bandaríkjamanna og búa sig undir það versta. Það muni sýna Bandaríkjunum að Kínverjar séu staðráðnir í að vernda hagsmuni sína á svæðinu og halda virðingu sinni.
Samkvæmt alþjóðalögum mega herskip sigla í gegnum hafstjórnarsvæði annarra ríkja, sé tilgangur þeirrar ferðar „saklaus“. Bandaríkin höfðu þó gefið út fyrirfram að tilgangur siglingarinnar væri að mótmæla kröfum Kína á hafsvæðinu, eftir að þeir byggðu eyjar þar.
Kínverjar hafa brugðist við siglingu Lassen með miklum áróðri og segja siglinguna hafa ógnað friði og stöðugleika á svæðinu. Þeir segja einnig að atvikið hafi skaðað samband Kína og Bandaríkjanna og sendirherra Bandaríkjanna hefur verið kallaður á fund stjórnvalda í Beijing.